María Ólafsdóttir á í nógu að snúast um helgina.Mynd/Solla Matt
Mikið er um að vera hjá söngkonunni Maríu Ólafsdóttur og Eurovision-teyminu um helgina við að taka upp tónlistarmyndband við lagið Unbroken, framlag Íslendinga í Eurovision sem fram fer í maí. Myndbandið er tekið upp meðal annars á Akranesi og í Reykjavík.
Leikstjóri er Andri Páll Alfreðsson en hann er hluti af teymi sem heitir IRIS og sér um framleiðslu myndbandsins. Mikið er lagt í myndbandið sem gert er ráð fyrir að verði tilbúið um miðjan mars.
María og lagahöfundarnir í StopWaitGo eru jafnframt á fullu að undirbúa sig fyrir lokakeppnina.