Nær ekki að hrista undirheimana af sér Viktoría Hermannsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 15:00 Stefán Máni segir erfitt að hrista undirheimana alveg af sér. Fréttablaðið/GVA „Ég næ aldrei að hrista þessa undirheima alveg af mér. Mér finnst þeir alltaf pínu spennandi og hef gaman af því að skrifa um þá,“ segir Stefán Máni Sigþórsson. Á fimmtudag kom út spennusagan Nautið, sem er sextánda bók Stefáns Mána. Aðalsöguhetja bókarinnar er Hanna, sveitastelpa sem flytur til borgarinnar þar sem hún lendir í vafasömum félagsskap. Sögusviðin eru tvö, bóndabær á Íslandi og undirheimar Reykjavíkur. „Þetta fléttast síðan allt saman. Bókin byrjar á því að tvær túristastelpur koma á bóndabæ þar sem skelfilegir atburðir hafa gerst. Hanna ólst upp á þessum bóndabæ en hrökklast þaðan.Hún reynir að fóta sig í borginni en er ólánið uppmálað og flækist í vondan félagsskap. Hún á kærasta sem er glæpamaður og er sjálf að fikta í dópi. Hennar heilbrigðasta samband í lífinu er við bróður hennar sem er þroskahamlaður og býr enn þá í sveitinni,“ segir hann. „Það er heilmikið plott í bókinni og það spilast inn í þetta flétta í undirheimunum sem snýst um demanta sem er rænt í innbroti á Seltjarnarnesi. Þetta er mikið kapphlaup og spenna í kringum þessa demanta sem skipta um eigendur og hverfa svo. Þetta fléttast síðan allt inn í örlagasögu Hönnu.“ Undirheimarnir hafa verið áberandi í bókum Stefáns Mána og það er engin undantekning frá því í þessari bók. „Það virkar alltaf vel að blanda saman heiminum okkar og undirheimunum. Þessi barátta góðs og ills í bland við samfélagslegar sundrungar hentar vel í drama,“ segir Stefán Máni sem sækir sér meðal innblástur í fréttir af undirheimunum. „Ég fylgist með fréttum og heyri sögur. Ég bý líka enn að öllum rannsóknunum sem ég gerði í kringum Svartur á leik.“ Ofbeldi er líka áberandi í bókinni líkt og hefur gjarnan verið í bókum hans. Af hverju allt þetta ofbeldi? „Ofbeldi er frábært skemmtiefni innan gæsalappa. Mér finnst ofbeldi skelfilegt og er hræddur við það en er að hluta til að skrifa um það því mér finnst það óþægilegt en líka heillandi út frá sálfræðilegu og mannlegu sjónarhorni,“ segir hann. Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég næ aldrei að hrista þessa undirheima alveg af mér. Mér finnst þeir alltaf pínu spennandi og hef gaman af því að skrifa um þá,“ segir Stefán Máni Sigþórsson. Á fimmtudag kom út spennusagan Nautið, sem er sextánda bók Stefáns Mána. Aðalsöguhetja bókarinnar er Hanna, sveitastelpa sem flytur til borgarinnar þar sem hún lendir í vafasömum félagsskap. Sögusviðin eru tvö, bóndabær á Íslandi og undirheimar Reykjavíkur. „Þetta fléttast síðan allt saman. Bókin byrjar á því að tvær túristastelpur koma á bóndabæ þar sem skelfilegir atburðir hafa gerst. Hanna ólst upp á þessum bóndabæ en hrökklast þaðan.Hún reynir að fóta sig í borginni en er ólánið uppmálað og flækist í vondan félagsskap. Hún á kærasta sem er glæpamaður og er sjálf að fikta í dópi. Hennar heilbrigðasta samband í lífinu er við bróður hennar sem er þroskahamlaður og býr enn þá í sveitinni,“ segir hann. „Það er heilmikið plott í bókinni og það spilast inn í þetta flétta í undirheimunum sem snýst um demanta sem er rænt í innbroti á Seltjarnarnesi. Þetta er mikið kapphlaup og spenna í kringum þessa demanta sem skipta um eigendur og hverfa svo. Þetta fléttast síðan allt inn í örlagasögu Hönnu.“ Undirheimarnir hafa verið áberandi í bókum Stefáns Mána og það er engin undantekning frá því í þessari bók. „Það virkar alltaf vel að blanda saman heiminum okkar og undirheimunum. Þessi barátta góðs og ills í bland við samfélagslegar sundrungar hentar vel í drama,“ segir Stefán Máni sem sækir sér meðal innblástur í fréttir af undirheimunum. „Ég fylgist með fréttum og heyri sögur. Ég bý líka enn að öllum rannsóknunum sem ég gerði í kringum Svartur á leik.“ Ofbeldi er líka áberandi í bókinni líkt og hefur gjarnan verið í bókum hans. Af hverju allt þetta ofbeldi? „Ofbeldi er frábært skemmtiefni innan gæsalappa. Mér finnst ofbeldi skelfilegt og er hræddur við það en er að hluta til að skrifa um það því mér finnst það óþægilegt en líka heillandi út frá sálfræðilegu og mannlegu sjónarhorni,“ segir hann.
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira