Erlent

Bókarblaðsíðum teflt gegn óhreinu vatni - Myndband

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Erfitt getur verið að nálgast hreint vatn víðsvegar um heiminn.
Erfitt getur verið að nálgast hreint vatn víðsvegar um heiminn. Vísir/AFP
Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa þróað bók. Það væri sjálfsagt ekki frásögu færandi nema hvað að nota má blaðsíður bókarinnar til þess að sía óheilnæmar bakteríur frá drykkjarvatni. Rannsóknir á menguðum vatnsbólum í S-Afríku, Gana, Kenía, Haítí og Bangladesh sýna mjög jákvæðar niðurstöður.

Blaðsíður bókarinnar innihalda gull- og silfuragnir og sía þær um 99% af óheilnæmum bakteríum úr drykkjarvatni. Á hverri blaðsíðu má finna leiðbeiningar á ensku og því tungumáli sem talað er þar sem nota á bókina. Ein blaðsíða getur hreinsað um 100 lítra af vatni áður en hún verður ónothæf en heil bók á að duga til að hreinsa vatnsþörf einnar manneskju í fjögur ár.

Bókin ætti því að geta komið að góðum notum þar sem hreint drykkjarvatn er af skornum skammti. Þær bækur sem framleiddar hingað til hafa verið handgerðar en vísindamenn leita nú að leiðum til þess að hefja framleiðslu af fullum krafti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×