Erlent

Réðst að birni íklæddur bjarnarbúningi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Alaska.
Atvikið átti sér stað í Alaska. vísir/epa
Sjónarvottar við Chilkoot-ána skammt frá Haines í Alaska vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið er maður íklæddur bjarnarbúningi réðst að birni fyrir framan nefið á þeim. Lögregla í bænum leitar nú mannsins og vill að hann útskýri verknaðinn.

Björninn stóð í ánni og reyndi að ná laxi sem synti upp ána. Áhorfendurnir stóðu hjá og fylgdust með sjónarspilinu. Skyndilega birtist þar maður í bjarnarbúningi, hljóp að birninum og hóf að hoppa og skoppa við hlið hans. Aðeins voru rúmir tveir metrar á milli þeirra er minnst var.

Björninn hafði sig að lokum á brott og hið sama gerði maðurinn. Fólkið náði bílnúmeri hans og stendur leit að honum nú yfir. Ekki er vitað hvað honum gekk til en óstaðfestar fregnir herma að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem sambærilegt atvik á sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×