Erlent

Ástralska þingið ræðir samkynja hjónavígslur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Tony Abbott.
Tony Abbott. vísir/epa
Frumvarp til laga um samkynja hjónavígslur var kynnt fyrir ástralska þinginu í morgun. Málið þykir afar umdeilt því Tony Abbott, forsætisráðherra landsins, hefur ætíð verið mótfallinn hjónaböndum samkynhneigðra og barist gegn viðurkenningu þeirra.

Þingmenn í Verkamannaflokknum, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, lögðu frumvarpið fram á dögunum en hópur þingmanna úr Frjálslynda flokknum, sem er stjórnarflokkurinn í Ástralíu, hefur boðað að hann muni styðja frumvarpið.

Abbott hefur gert lítið úr þverpólitísku útspili þingmannanna, en mikill flokksagi ríkir í áströlskum stjórnmálum og geta þingmenn sem fara gegn forystu flokks á hverjum tíma búist við að verða reknir úr flokknum.

Meirihluti Ástrala, eða um 76 prósent, vill að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×