Erlent

Skógareldar loga enn í Bandaríkjunum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Idaho og Montana í Bandaríkjunum vegna skógareldana sem þar hafa logað undanfarnar vikur. Sá stærsti logar á yfir eitt þúsund ferkílómetra svæði og vinna þúsundir slökkviliðsmanna og sjálfboðaliða að því að ráða niðurlögum hans, sem gengið hefur afar erfiðlega sökum veðurs.

Miklir eldar hafa logað eftir vesturströnd Bandaríkjanna og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum.

Enginn hefur látust af völdum eldanna en slökkviliðsmenn segja ástandið alvarlegt og að mikilvægt sé að ná tökum á eldunum til að koma í veg fyrir frekara tjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×