Erlent

Gengið að kjörborðinu í Sri Lanka

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Kjósendur í Sri Lanka gengu að kjörborðinu í morgun til þess að kjósa sér nýtt þing. Fyrrverandi forseti landsins, Mahinda Rajapakse, sækist eftir embætti forsætisráðherra, en átta mánuðir eru frá því hann tapaði óvænt í forsetakosningum fyrir flokksfélaga sínum, Maithripala Sirisena.  Sá var heilbrigðisráðherra landsins þegar hann sagði af sér embætti og myndaði kosningabandalag þvert á aðra flokka sem var til þess fallið að koma Rajapakse frá völdum.

Mikil ólga hefur ríkt í kosningabaráttunni og til átaka hefur komið þar sem að minnsta kosti fjórir hafa látist. Því hefur verið gripið til mikillar öryggisgæslu í kringum kjörstaði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×