Erlent

Hundruð þúsunda mótmæltu

Mótmæli Mótmælendur flykktust út á götur Sao Paulo til að krefjast afsagnar forsetans. nordicphotos/afp
Mótmæli Mótmælendur flykktust út á götur Sao Paulo til að krefjast afsagnar forsetans. nordicphotos/afp
brasilía Hundruð þúsunda flykktust út á stræti stærstu borga Brasilíu, Ríó de Janeiro og Sao Paulo, til að krefjast afsagnar forseta landsins, Dilmu Rousseff, í gær. Margir mættu í gulu og grænu, einkennislitum brasilíska fótboltalandsliðsins, og hrópuðu slagorð á borð við „út með Dilmu“ og „nei við spillingu“. Mótmælendur kvarta undan spillingu og efnahagserfiðleikum í landinu og eru þetta ekki fyrstu mótmælin gegn Rousseff. Í mars mótmæltu um milljón Brasilíumenn forsetanum og um 600.000 í apríl.- þea



Fleiri fréttir

Sjá meira


×