Innlent

Kárahnjúkastífla, Geysir og Hveravellir á meðal „sérlega áhugaverðra staða“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Er stöðunum skipt í tvo flokka, annars vegar þá sem hafa miðlungs aðdráttarafl (merktir með gulum hring) og hins vegar þá sem eru sérlega áhugaverðir (merktir með rauðum hring).
Er stöðunum skipt í tvo flokka, annars vegar þá sem hafa miðlungs aðdráttarafl (merktir með gulum hring) og hins vegar þá sem eru sérlega áhugaverðir (merktir með rauðum hring). mynd/ferðamálastofa
Ferðamálastofa opnaði í dag nýjan vef sem sýnir kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu og áhugaverða staði hér á landi.

Mikill fjöldi staða er merktur inn á kortið sem er aðgengilegt hér. Er stöðunum skipt í tvo flokka, annars vegar þá sem hafa miðlungs aðdráttarafl (merktir með gulum hring) og hins vegar þá sem eru sérlega áhugaverðir (merktir með rauðum hring).

Á meðal staða sem merktir eru sem sérlega áhugaverðir Kárahnjúkastífla, Hveravellir, Glymur og Geysir. Ef smellt er á hvern stað fyrir sig koma upp eins konar lykilorð fyrir hann, eins og til dæmis virkjanir, byggingalist og útsýni fyrir Kárahnjúkastíflu.

Á vefnum segir að tilgangur kortsins sé að styðja við vöruþróun og stefnumótun í ferðamálum. Þannig megi fjölga áfangastöðum og auka fjölbreytni og aðdráttarafl í ferðaþjónustunni. Alls komu um 350 manns að því að verkefninu í fyrrasumar en kortið er í raun í stöðugri þróun og getur almenningur til að mynda komið tillögur að nýjum stöðum á kortið hér.


Tengdar fréttir

Hver gestur eyðir 400 þúsund krónum

Heildarútgjöld gesta á Iceland Airwaves voru 1,6 milljarðar króna í fyrra. Hver gestur ver að meðaltali 400 þúsund krónum. Verkefna- og fræðslustjóri ÚTÓN segir að hátíðin skapi ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×