Samið um endurreisn bygginga og menningarlandslags við fyrsta búnaðarskólann Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2015 17:14 Þröstur Ólafsson, formaður stjórnar Minjaverndar, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnaahagsráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins undirrituðu samkomulagið í Ólafsdal í dag. Mynd/Fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag, fyrir hönd ríkissjóðs, samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði. Torfi Bjarnason stofnaði þar fyrsta íslenska búnaðarskólann árið 1880. Markmiðið með samkomulaginu er endurreisn bygginga og menningarlandslags á staðnum þar sem meðal annars er áformað að reka menningartengda ferðaþjónustu. Bjarni Benediktsson segir það hafa verið sérlega ánægjulegt að undirrita samkomulagið við Minjavernd. „Meginmarkmið með rekstri Minjaverndar er að stuðla að varðveislu gamalla húsa hvarvetna á Íslandi og hefur félagið undanfarið staðið vel að endurreisn gamalla húsa víða um land og má þar nefna hús í miðbæ Reykjavíkur, Franska spítalann á Fáskrúðsfirði sem og ýmis hús í Flatey. Án efa verður endurreisn húsakosts í Ólafsdal mikil lyftistöng fyrir svæðið,“ sagði Bjarni við undirritunina.Í frétt á vef fjármála- og efnahagsmálaráðuneytisins segir að í skólanum, sem starfræktur var til ársins 1907, hafi vel á annað hundrað bændaefnum verið kennt flest það sem til framfara stefndi í búskaparháttum, en samhliða skólanum rak Guðlaug Zakaríasdóttir kona Torfa kvennaskóla þar að sumarlagi.Ólafsdalsskólinn.Mynd/Fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið„Áhrif Ólafsdalsskólans á íslenskan landbúnað og menntun voru því umtalsverð. Á tímum skólans reis fjöldi bygginga í Ólafsdal, þar á meðal skólahúsið, sem enn stendur, en það var byggt árið 1896. Þá voru byggð smiðja, mjólkurhús og tóvinnuhús. Í samkomulagi ríkissjóðs við Minjavernd, sem er hlutafélag í eigu ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Minja, felst að félagið endurreisir byggingar og hefur umsjón með menningarlandslagi á svæðinu, en ríkissjóður afsalar í þessu skyni 57,5 hektara landspildu til félagsins. Frá árinu 2007 hefur sjálfseignarstofnunin Ólafsdalsfélagið unnið að uppbyggingu staðarins, en það leitaði á síðasta ári til Minjaverndar um að ganga inn í verkefnið. Heimild ráðherra liggur fyrir í fjárlögum þessa árs. Með samkomulaginu er áfram tryggð frjáls för almennings um svæðið. Samkomulagið felur m.a. í sér að Minjavernd tekur að sér að endurbyggja gamla skólahúsið og önnur þau hús sem uppi standa enn að einhverju leyti svo og að endurgera þau hús sem áður stóðu þar og tengdust rekstri og starfrækslu skóla Torfa. Gerir félagið ráð fyrir að heildarkostnaður þess geti numið 400-500 m.kr,“ segir í fréttinni. Nánar mun lesa um samninginn á vef ráðuneytisins. Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag, fyrir hönd ríkissjóðs, samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði. Torfi Bjarnason stofnaði þar fyrsta íslenska búnaðarskólann árið 1880. Markmiðið með samkomulaginu er endurreisn bygginga og menningarlandslags á staðnum þar sem meðal annars er áformað að reka menningartengda ferðaþjónustu. Bjarni Benediktsson segir það hafa verið sérlega ánægjulegt að undirrita samkomulagið við Minjavernd. „Meginmarkmið með rekstri Minjaverndar er að stuðla að varðveislu gamalla húsa hvarvetna á Íslandi og hefur félagið undanfarið staðið vel að endurreisn gamalla húsa víða um land og má þar nefna hús í miðbæ Reykjavíkur, Franska spítalann á Fáskrúðsfirði sem og ýmis hús í Flatey. Án efa verður endurreisn húsakosts í Ólafsdal mikil lyftistöng fyrir svæðið,“ sagði Bjarni við undirritunina.Í frétt á vef fjármála- og efnahagsmálaráðuneytisins segir að í skólanum, sem starfræktur var til ársins 1907, hafi vel á annað hundrað bændaefnum verið kennt flest það sem til framfara stefndi í búskaparháttum, en samhliða skólanum rak Guðlaug Zakaríasdóttir kona Torfa kvennaskóla þar að sumarlagi.Ólafsdalsskólinn.Mynd/Fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið„Áhrif Ólafsdalsskólans á íslenskan landbúnað og menntun voru því umtalsverð. Á tímum skólans reis fjöldi bygginga í Ólafsdal, þar á meðal skólahúsið, sem enn stendur, en það var byggt árið 1896. Þá voru byggð smiðja, mjólkurhús og tóvinnuhús. Í samkomulagi ríkissjóðs við Minjavernd, sem er hlutafélag í eigu ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Minja, felst að félagið endurreisir byggingar og hefur umsjón með menningarlandslagi á svæðinu, en ríkissjóður afsalar í þessu skyni 57,5 hektara landspildu til félagsins. Frá árinu 2007 hefur sjálfseignarstofnunin Ólafsdalsfélagið unnið að uppbyggingu staðarins, en það leitaði á síðasta ári til Minjaverndar um að ganga inn í verkefnið. Heimild ráðherra liggur fyrir í fjárlögum þessa árs. Með samkomulaginu er áfram tryggð frjáls för almennings um svæðið. Samkomulagið felur m.a. í sér að Minjavernd tekur að sér að endurbyggja gamla skólahúsið og önnur þau hús sem uppi standa enn að einhverju leyti svo og að endurgera þau hús sem áður stóðu þar og tengdust rekstri og starfrækslu skóla Torfa. Gerir félagið ráð fyrir að heildarkostnaður þess geti numið 400-500 m.kr,“ segir í fréttinni. Nánar mun lesa um samninginn á vef ráðuneytisins.
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira