Erlent

Bíræfinn þjófur stelur rándýrri styttu - Myndband

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Royal Hospital í London þar sem þjófnaðurinn átti sér stað.
Royal Hospital í London þar sem þjófnaðurinn átti sér stað. Vísir/Getty
Bíræfinn þjófur rölti inn á listasýningu í Chelsea-hverfi Lundúnarborgar, stakk rándýrri sýningarstyttu inn undir jakka sinn og labbaði út. Lögreglan leitar nú mannsins en öryggismyndavél náði verknaðinum á myndband.

Styttan nefnist Svarti Pardusinn og var sköpuð árið 1925 af Francois Pompon. Virði hennar er talið vera í kringum 100.000 pund. Hún var hluti af sýningunni Masterpiece Art Fair sem haldin var þann 1. júlí. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu tóku enginn eftir því þegar þjófurinn stakk styttunni inn á sig og aðeins var hringt á lögregluna þegar starfsmenn uppgvötu að hún væri horfin.

Það eina sem lögreglan veit að svo stöddu er að maðurinn tók styttuna, steig svo upp í leigubíl sem skutlaði honum að Liverpool Street-lestarstöðinni. Myndbandið af þjófnaðinum bíræfna er hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×