Niðurstaða liggur fyrir. Björn Valur er varaformaður. #landsfundurvg
— Vinstri græn (@Vinstrigraen) October 24, 2015
Sjá einnig: Bein útsending frá landsfundi Vinstri grænna
„Mér finnst bara mikilvægt að það sé bara tekið vel í það að fólk bjóði sig fram og við eigum bara öll að geta boðið okkur fram í það sem við viljum gera. Mér finnst ekki að það eigi að líta á framboð sem árás á einhvern annan. Ég er bara að lýsa yfir vilja til þess að sinna ákveðnu starfi og það finnst mér mikilvægt að geta gert,“ sagði Sóley Björk fyrir kjörið í dag.
Fyrr í vikunni birtu ríflega sjötíu félagsmenn Vinstri grænna stuðningsyfirlýsingu við Daníel Arnarsson í embætti varaformanns. Hann ákvað þó að bjóða sig ekki fram. Björn Valur segir það alltaf viðbúið að menn fái mótframboð líkt og hann fái nú.
„Það má alltaf búast við því þegar gengið er til kosninga um embætti innan flokks sem utan að það verði fleiri en einn sem vilji hneppa hnossið ef svo má að orði komast. Þannig að það er ekkert við því að segja bara landsfundur ræður örlögum sínum í þessu,“ sagði Björn Valur sem var hinn rólegasti fyrir kjörið.