Viðskipti innlent

Hringferð um Ísland stendur Íslendingum ekki til boða

Gissur Sigurðsson skrifar
„Mér er sagt að það sé útaf tollalögum - duty free lögum. Því megi ég ekki selja Íslendingum þetta,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Pro Travel.
„Mér er sagt að það sé útaf tollalögum - duty free lögum. Því megi ég ekki selja Íslendingum þetta,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Pro Travel. Heimasíða Iceland Pro Travel
Ævintýrasiglingar hefjast í vor umhverfis landið á skemmtiferðaskipinu Ocean Diamond. Fjölmargar ferðir með skipinu á vegum Iceland Pro Travel eru skipulagðar í sumar en Íslendingum stendur ekki til boða að skella sér um borð.

Siglingarnar hefjast frá Reykjavík 3. júní og verða farnar sex tíu daga hringferðir með viðkomu í níu höfnum og þaðan farið í ferðir inn á landið.

„Þetta eru svona „Soft expidition“, ævintýraferðir,“ segir Guðmundur Kjartansson, framkvæmdastjóri Iceland Pro Travel.  

Íslenskir fræðimenn verða með dagskrá um borð og í landferðunum og íslenskur matur verður oft á boðstólnum. Þá verða 20 slöngubátar um borð til að skreppa í hvala- eða fuglaskoðun og tvær ferðir verða farnar til Grænlands að sögn Guðmundar.

Af heimasíðu fyrirtækisins.
Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að skipið taki 224 farþega. Öll herbergi séu með eigin salernisaðstöðu og útsýni.

„Stærð skipsins gerir okkur kleyft að koma farþegum á staði sem hin hefðbundnu skemmtiferðaskip komast ekki á til að upplifa allt það besta bæði á Íslandi og Grænlandi.“

Íslendingar eiga þess þó ekki kost að fara í skemmtiferðasiglingu í kringum eigið land. Hvers vegna?

„Mér er sagt að það sé útaf tollalögum - duty free lögum. Því megi ég ekki selja Íslendingum þetta,“ segir Guðmundur.

En er ekki verið að mismuna Íslendingum vegna þjóðernis?

„Jú, eiginlega finnst manni það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×