Skottur í rauðum sokkum með húfurnar öfugar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 14:00 „Sumar afturgöngur geta ekki skilið við peningana sína,“ segir Björk sem veit lengra en nef hennar nær. „Ég ákvað að hafa þessa dagskrá bannaða fullorðnum því venjulega er allt bannað börnum,“ segir Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur um draugaleiðsögn í Þjóðminjasafninu sem hefst klukkan 19 í kvöld og tilheyrir safnanótt. Björk hefur nafn Illugaskottu í netfanginu sínu svo það kemur ekki á óvart að hún sé kunnug draugum. Hún ætlar samt ekki að verða of drungaleg. „Ég ætla bara að segja börnunum hvernig útliti íslenskra drauga er lýst í sögum, mórarnir í mórauðum peysum með barðastóra hatta og skotturnar í rauðum sokkum með húfurnar öfugar. Svo ætla ég að lýsa aðeins mismuninum á uppvakningi og afturgöngu,“ segir Björk og vekur forvitni blaðamanns sem vill vita meira. „Uppvakningar eru þannig að það býr þá einhver galdramaður til en afturgöngurnar ganga aftur vegna mikils tilfinningahita. Þær eiga harma að hefna eða elska einhvern svo mikið að þær geta ekki skilið við hann. Sumar afturgöngur geta ekki skilið við peningana sína, þær verða fédraugar og ef maður hittir fédraug þá á maður ekki hleypa honum ofan í gröfina sína fyrr en hann hefur sagt hvar fjársjóðurinn er. Áður lætur maður hann lofa því að koma ekki aftur og draugar halda alltaf loforð sín.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég ákvað að hafa þessa dagskrá bannaða fullorðnum því venjulega er allt bannað börnum,“ segir Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur um draugaleiðsögn í Þjóðminjasafninu sem hefst klukkan 19 í kvöld og tilheyrir safnanótt. Björk hefur nafn Illugaskottu í netfanginu sínu svo það kemur ekki á óvart að hún sé kunnug draugum. Hún ætlar samt ekki að verða of drungaleg. „Ég ætla bara að segja börnunum hvernig útliti íslenskra drauga er lýst í sögum, mórarnir í mórauðum peysum með barðastóra hatta og skotturnar í rauðum sokkum með húfurnar öfugar. Svo ætla ég að lýsa aðeins mismuninum á uppvakningi og afturgöngu,“ segir Björk og vekur forvitni blaðamanns sem vill vita meira. „Uppvakningar eru þannig að það býr þá einhver galdramaður til en afturgöngurnar ganga aftur vegna mikils tilfinningahita. Þær eiga harma að hefna eða elska einhvern svo mikið að þær geta ekki skilið við hann. Sumar afturgöngur geta ekki skilið við peningana sína, þær verða fédraugar og ef maður hittir fédraug þá á maður ekki hleypa honum ofan í gröfina sína fyrr en hann hefur sagt hvar fjársjóðurinn er. Áður lætur maður hann lofa því að koma ekki aftur og draugar halda alltaf loforð sín.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira