Lífið

Flugmaður teiknaði typpi á Flightradar

Samúel Karl Ólason skrifar
Töluverða nákvæmni þarf til að fljúga þessa leið.
Töluverða nákvæmni þarf til að fljúga þessa leið.
Svo virðist sem að Bandarískum flugmanni hafi leiðst þar sem hann var á flugi í einkavél sinni á dögunum. Eftirtektarsamir notendur síðunnar Flightradar24 tóku eftir því að flugmaðurinn hafði teiknað typpi á síðunni og var athygli vakin á því á Twitterreikning síðunnar.

Þar er hægt að fylgjast með flugum véla um allan heim.

Frekari upplýsingar um vélina og leiðina sem henni var flogið má finna hér á síðu Flightradar. Vélinni var flogið frá bænum Kissimmee í Flórdía í Bandaríkjunum.

Töluverða nákvæmni þarf til að fljúga þessa leið og þykir nokkuð ljóst að hér sé ekki um óhapp að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×