„Við virðum að sjálfsögðu þessa ákvörðun,“ segir Maja Kocijančič, talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í dag um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hætta viðræðum við sambandið.
Hún sagði að Ísland væri eftir sem áður mikilvægur samstarfsaðili Evrópusambandsins. „Dyr ESB er að sjálfsögðu áfram opnar Íslandi,“ sagði hún svo.
Aðspurð hvort að sú staðreynd að ákvörðunin var tekin án aðkomu Alþingis svaraði hún: „Hvernig ákvörðunin er tekin er fyrir Ísland að ákveða.“ Hún bætti svo við að Íslandi væri frjálst að taka sína sjálfstæðu ákvörðun í málinu.
Innlent