Menning

Úr pönki yfir í rómantík

adda soffía ingvarsdóttir skrifar
Gunnhildur segir sýninguna vera viðsnúning frá þeirri síðustu.
Gunnhildur segir sýninguna vera viðsnúning frá þeirri síðustu.
„Nei, ég er ekki alls ekki hjátrúarfull,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir, aðspurð hvort hún hræðist ekki að opna sýningu og gefa út bók á föstudeginum 13.

Er þetta sextánda einkasýning Gunnhildar, sem hefur verið starfandi myndlistarkona síðan 2003. „Í sýningunni er ég að skoða fortíðina, maður er alltaf að skoða bakgrunninn. Maður býr að reynslunni,“ segir hún.

Gunnhildur fór að skoða hannyrðir enda vinnur hún mikið með höndunum. „Ég skoðaði hannyrðir svolítið með með nýjum áherslum. Gamlir hlutir fá nýtt líf og hannyrðaaðferðir, sem ég lærði hjá ömmum mínum, fá nýtt líf,“ en á sýningunni má meðal annars sjá staka vettlinga breytast í teppi og dúska verða að dúskakukli.

Dúskakukl
Sýninguna segir hún vera rómantíska. „Það er ágætt fyrir mig að fara úr pönkinu í rómantíkina. Á síðasta ári gerði ég sýningu sem ég vann út frá pönkinu og hét regnbogapönk. Það má því segja að þetta sé algjör viðsnúningur,“ segir Gunnhildur og bætir við: „Það blundar svo margt í manni, maður er hardcore mamma líka, en samt rómantísk.“

Í ljóðabókinni Næturljóðum eru ástarljóð til náttúrunnar og mannsins en bókin er bæði á ensku og íslensku. Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 í sýningarsal SÍM, Hafnarstræti 16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×