Ristilkrabbamein – marsinn fyrir skipulagða skimum Ásgeir Theodórs skrifar 13. mars 2015 07:00 Ristilkrabbamein er alvarlegur sjúkdómur sem oft er erfitt að lækna vegna þess hvað hann greinist seint. Það er þekkt og almennt viðurkennt að forstig þessa meins, hið góðkynja kirtilæxli, er auðvelt að greina og fjarlægja með hjálp ristilholsjár (ristilspeglunartækis) ef fólk kemur nógu snemma í skoðun. Leiðbeiningar flestra erlendra fagfélaga, samtaka og heilbrigðisstofnana eru á þá leið að fólk gangist undir ristilskoðun fljótlega eftir 50 ára aldurinn. Þá hafa flestir myndað þau forstig eða kirtilæxli, sem hætta er á að geti breyst í krabbamein. Ef bæði kynin eru talin með er ristil- og endaþarmskrabbamein þriðja algengasta krabbameinið hér á landi og önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskránni greindust að meðaltali 135 einstaklingar árlega 2009-2013 og á árunum 2005-2009 dóu að meðaltali 52 á ári (29 karlar og 23 konur) úr þessum sjúkdómi á þessu fimm ára tímabili.Mikil umræða Á undanförnum árum hefur nokkuð reglulega verið vakin athygli á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða gegn þessu krabbameini. Fjöldi blaðgreina og skýrslna, auk leiðbeininga um skimun, hafa verið skrifaðar, fræðsluþættir gerðir og ráðstefnur haldnar með fjölda innlendra og erlendra fyrirlesara. Á síðustu tuttugu árum hafa 8-10 erlendir læknar og vísindamenn komið hingað til lands til að fræða okkur um ristilkrabbamein og mikilvægi skimunar. Gott samband er við suma þessara aðila sem fylgjast grannt með gangi mála hér á landi. Nýleg rannsókn, sem tekur yfir tólf ára tímabil í ellefu Evrópulöndum, sýnir að dánartíðni hefur lækkað um 73% hjá körlum og 82% hjá konum, borið saman við þau lönd þar sem engin skimun er viðhöfð. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hefja skimun hér á landi. Hvers vegna höfum við beðið svona lengi að taka þessa ákvörðun? Þrátt fyrir mikla umræðu undanfarin ár hefur lítill sem enginn undirbúningur farið fram.Meiri áhugi og ábyrgð Áralöng barátta er nú að skila sér í vaxandi þekkingu fólks á fyrirbyggjandi aðgerðum. Meðvitund einstaklinga um meiri ábyrgð á eigin heilsu eykst stöðugt. Í vaxandi mæli gerir fólk kröfur um að heilbrigðisyfirvöld komi til móts við það í þessu efni. Þetta allt skilar sér í aukinni eftirspurn eftir forvarnaraðgerðum og skimun eftir ristilkrabbameini. Þá hafa félagasamtök, sjúkrasjóðir og fyrirtæki hér á landi stigið fram fyrir skjöldu, talað fyrir og styrkt forvarnaraðgerðir og sýnt með því gott fordæmi. Þetta er vissulega til mikillar fyrirmyndar og ber að þakka.Árangur tryggður Mikilvægt er að það sé tryggt að slíkar forvarnaraðgerðir eins og skimun skili besta mögulega árangri fyrir einstaklinginn. Nauðsynlegt er að velja vel þær skimunaraðferðir sem beitt er, setja gæðakröfur og hafa verkferla skýra. Fram til þessa hafa skimunaraðgerðir varðandi ristilkrabbamein verið með óskipulögðum hætti hér á landi, en til samanburðar má benda á skimun eftir legháls- og brjóstakrabbameini sem hefur verið skipulögð á vegum Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og skilað góðum árangri. Það er mjög miður að okkur hefur ekki tekist að gera slíkt hið sama varðandi ristilkrabbamein. Með því að framkvæma skimun eftir ristilkrabbameini með skipulögðum hætti vinnst margt sem skiptir miklu máli í þessu efni. Boðun verður markviss, gæðavísum leitaraðferða verður beitt og fylgt eftir, verkferlar verða skýrir og skráning á niðurstöðum og aðgerðum verður framkvæmd. Markmiðið er að tryggja öryggi og ná sem bestum árangri fyrir þann sem gengst undir forvarnaraðgerðina.Ákvörðun verður að taka Án skimunar hjá einkennalausum einstaklingum má gera ráð fyrir verulegri aukningu í ristil-og endaþarmskrabbameini næstu áratugina, ekki síst vegna þess að fleiri þegnar þjóðarinnar ná hærri aldri. Án aðgerða má áætla að eftir 15 ár verði orðin um 60% aukning á ristil- og endaþarmskrabbameini hér á landi. Mikilvægt er því að heilbrigðisyfirvöld taki ákvörðun um að hefja skipulagða skimun eftir ristilkrabbameini á grundvelli þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi 17. mars 2007. Næg þekking og reynsla er fyrir hendi hér á landi til að hefja markvissan undirbúning að skipulagðri skimun eftir ristilkrabbameini fyrir alla landsmenn. Samkvæmt framansögðu mun það skila margfalt betri árangri en það sem við erum að gera í dag. Slík aðgerð mun lækka dánartíðni verulega, fækka nýgreindum tilfellum af ristilkrabbameini og spara okkur mikla fjármuni í framtíðinni. Víða um heim hefur marsmánuður verið helgaður baráttunni gegn ristilkrabbameini. Vonandi taka heilbrigðisyfirvöld hér á Íslandi ákvörðun nú í marsmánuði 2015 um að hefja skipulega skimun hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ristilkrabbamein er alvarlegur sjúkdómur sem oft er erfitt að lækna vegna þess hvað hann greinist seint. Það er þekkt og almennt viðurkennt að forstig þessa meins, hið góðkynja kirtilæxli, er auðvelt að greina og fjarlægja með hjálp ristilholsjár (ristilspeglunartækis) ef fólk kemur nógu snemma í skoðun. Leiðbeiningar flestra erlendra fagfélaga, samtaka og heilbrigðisstofnana eru á þá leið að fólk gangist undir ristilskoðun fljótlega eftir 50 ára aldurinn. Þá hafa flestir myndað þau forstig eða kirtilæxli, sem hætta er á að geti breyst í krabbamein. Ef bæði kynin eru talin með er ristil- og endaþarmskrabbamein þriðja algengasta krabbameinið hér á landi og önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskránni greindust að meðaltali 135 einstaklingar árlega 2009-2013 og á árunum 2005-2009 dóu að meðaltali 52 á ári (29 karlar og 23 konur) úr þessum sjúkdómi á þessu fimm ára tímabili.Mikil umræða Á undanförnum árum hefur nokkuð reglulega verið vakin athygli á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða gegn þessu krabbameini. Fjöldi blaðgreina og skýrslna, auk leiðbeininga um skimun, hafa verið skrifaðar, fræðsluþættir gerðir og ráðstefnur haldnar með fjölda innlendra og erlendra fyrirlesara. Á síðustu tuttugu árum hafa 8-10 erlendir læknar og vísindamenn komið hingað til lands til að fræða okkur um ristilkrabbamein og mikilvægi skimunar. Gott samband er við suma þessara aðila sem fylgjast grannt með gangi mála hér á landi. Nýleg rannsókn, sem tekur yfir tólf ára tímabil í ellefu Evrópulöndum, sýnir að dánartíðni hefur lækkað um 73% hjá körlum og 82% hjá konum, borið saman við þau lönd þar sem engin skimun er viðhöfð. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hefja skimun hér á landi. Hvers vegna höfum við beðið svona lengi að taka þessa ákvörðun? Þrátt fyrir mikla umræðu undanfarin ár hefur lítill sem enginn undirbúningur farið fram.Meiri áhugi og ábyrgð Áralöng barátta er nú að skila sér í vaxandi þekkingu fólks á fyrirbyggjandi aðgerðum. Meðvitund einstaklinga um meiri ábyrgð á eigin heilsu eykst stöðugt. Í vaxandi mæli gerir fólk kröfur um að heilbrigðisyfirvöld komi til móts við það í þessu efni. Þetta allt skilar sér í aukinni eftirspurn eftir forvarnaraðgerðum og skimun eftir ristilkrabbameini. Þá hafa félagasamtök, sjúkrasjóðir og fyrirtæki hér á landi stigið fram fyrir skjöldu, talað fyrir og styrkt forvarnaraðgerðir og sýnt með því gott fordæmi. Þetta er vissulega til mikillar fyrirmyndar og ber að þakka.Árangur tryggður Mikilvægt er að það sé tryggt að slíkar forvarnaraðgerðir eins og skimun skili besta mögulega árangri fyrir einstaklinginn. Nauðsynlegt er að velja vel þær skimunaraðferðir sem beitt er, setja gæðakröfur og hafa verkferla skýra. Fram til þessa hafa skimunaraðgerðir varðandi ristilkrabbamein verið með óskipulögðum hætti hér á landi, en til samanburðar má benda á skimun eftir legháls- og brjóstakrabbameini sem hefur verið skipulögð á vegum Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og skilað góðum árangri. Það er mjög miður að okkur hefur ekki tekist að gera slíkt hið sama varðandi ristilkrabbamein. Með því að framkvæma skimun eftir ristilkrabbameini með skipulögðum hætti vinnst margt sem skiptir miklu máli í þessu efni. Boðun verður markviss, gæðavísum leitaraðferða verður beitt og fylgt eftir, verkferlar verða skýrir og skráning á niðurstöðum og aðgerðum verður framkvæmd. Markmiðið er að tryggja öryggi og ná sem bestum árangri fyrir þann sem gengst undir forvarnaraðgerðina.Ákvörðun verður að taka Án skimunar hjá einkennalausum einstaklingum má gera ráð fyrir verulegri aukningu í ristil-og endaþarmskrabbameini næstu áratugina, ekki síst vegna þess að fleiri þegnar þjóðarinnar ná hærri aldri. Án aðgerða má áætla að eftir 15 ár verði orðin um 60% aukning á ristil- og endaþarmskrabbameini hér á landi. Mikilvægt er því að heilbrigðisyfirvöld taki ákvörðun um að hefja skipulagða skimun eftir ristilkrabbameini á grundvelli þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi 17. mars 2007. Næg þekking og reynsla er fyrir hendi hér á landi til að hefja markvissan undirbúning að skipulagðri skimun eftir ristilkrabbameini fyrir alla landsmenn. Samkvæmt framansögðu mun það skila margfalt betri árangri en það sem við erum að gera í dag. Slík aðgerð mun lækka dánartíðni verulega, fækka nýgreindum tilfellum af ristilkrabbameini og spara okkur mikla fjármuni í framtíðinni. Víða um heim hefur marsmánuður verið helgaður baráttunni gegn ristilkrabbameini. Vonandi taka heilbrigðisyfirvöld hér á Íslandi ákvörðun nú í marsmánuði 2015 um að hefja skipulega skimun hér á landi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun