Handbolti

"Fáum Pepsi í Happy Hour“

Arnar Björnsson skrifar
Róbert Gíslason, starfsmaður HSÍ, hefur staðið í ströngu við að útvega íslenskum stuðningsmönnum miða á leikina á HM í handbolta hér í Katar. Róbert segist vera búinn að redda 47 miðum fyrir Íslendinga á leikinn við Alsír í kvöld.

Í morgun var Róbert mættur til þess að dreifa míðum. Sjö manna hópur grjótharðra Haukamanna voru mættir til að velja sér treyjur sem Róbert hafði komið með að heiman. Sá áttundi var heima á hóteli að jafna sig á kvefi sem hann tók með í nestið að heiman.

Þau voru sammála um að veðrið væri ögn betra hér en heima. „Þetta er frábær hópur og við höfum trú á okkar fólki,“ sagði einn stuðningsmannanna en innslagið má sjá allt hér fyrir neðan.

„Ég kann sérstaklega vel við landið - sérstaklega „happy hour“ í pepsínu. Hér er auðvitað ekki hægt að fá neinn bjór nema með krókaleiðum.“ En eins og Íslendinga er siður er auðvitað reynt að finna lausn á því vandamáli eins og öðrum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×