Skorar á neytendur að hundsa verslanir Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 13:19 Þingmaður Framsóknarflokksins segir að hvorki styrking krónunnar né afnám sykurskatts hafi að fullu skilað sér í lækkun verðlags. Hann skorar á neytendur að hunsa þær verslanir sem lækka ekki vöruverð. Stjórnarandstöðuþingmaður segir að þessi þróun ætti ekki að koma Framsóknarmönnum á óvart. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að nokkuð hafi borið á verðhækkunum bæði hjá smásöluverslunum og birgjum. Þetta væri áhyggjuefni ekki hvað síst í ljósi þess að helsti viðskiptamyntir væru nú um þremur prósentum veikari gagnvart krónu en fyrir ári. „Næstliðin misseri þá hefur ekki verið skilað styrkingu krónu, allt að 10-12 prósent. Það virðist einnig koma fram enn að verslunin hafi ekki skilað að fullu þeim lækkunum á sykruðum vörum sem voru ákveðnar hér á Alþingi um síðustu áramót.“ Þetta staðfestu nýlegar verðkannanir. Þetta geti haft áhrif á nýgerða kjarasamninga vegna þess að ef kaupmáttur hafi ekki aukist í febrúar á næsta ári séu forsendur samninganna brostnar. Verslunin þurfi því að hugsa sig um. „Það vill nú þannig til sem betur fer að fólk er fúsara til þess en áður að láta skoðanir sínar í ljós og það hefur komið berlega í ljós fyrir utan þetta hús ítrekað. Og nú er kannski kominn tími til þess að íslenskir neytendur láti í sér heyra með svipuðum hætti og geri nú alvöru úr því að kjósa með fótunum og hundsa þau fyrirtæki sem lengst ganga í hækkunum nú um stundir.“ Elsa Lára Arnardóttir tók undir með flokksbróður sínum og lýsti áhyggjum af því að afnám sykurskatts skilaði sér ekki til neytenda. „En hins vegar eru verslanirnar margar hverjar ekki lengi að skila til neytenda ef það verður einhver hækkun á markaði,“ sagði Elsa. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér líka í umræðuna: „En af hverju kemur þetta mönnum á óvart? Af hverju eru háttvirtir þingmenn Framsóknarflokksins hissa á þessu? Á þetta var margítrekað bent og reynsludæmi um það að veruleg hætta væri á að nákvæmlega þetta myndi gerast en samt létu menn sig hafa það að styðja þetta.“ Alþingi Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir að hvorki styrking krónunnar né afnám sykurskatts hafi að fullu skilað sér í lækkun verðlags. Hann skorar á neytendur að hunsa þær verslanir sem lækka ekki vöruverð. Stjórnarandstöðuþingmaður segir að þessi þróun ætti ekki að koma Framsóknarmönnum á óvart. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði á Alþingi í morgun að nokkuð hafi borið á verðhækkunum bæði hjá smásöluverslunum og birgjum. Þetta væri áhyggjuefni ekki hvað síst í ljósi þess að helsti viðskiptamyntir væru nú um þremur prósentum veikari gagnvart krónu en fyrir ári. „Næstliðin misseri þá hefur ekki verið skilað styrkingu krónu, allt að 10-12 prósent. Það virðist einnig koma fram enn að verslunin hafi ekki skilað að fullu þeim lækkunum á sykruðum vörum sem voru ákveðnar hér á Alþingi um síðustu áramót.“ Þetta staðfestu nýlegar verðkannanir. Þetta geti haft áhrif á nýgerða kjarasamninga vegna þess að ef kaupmáttur hafi ekki aukist í febrúar á næsta ári séu forsendur samninganna brostnar. Verslunin þurfi því að hugsa sig um. „Það vill nú þannig til sem betur fer að fólk er fúsara til þess en áður að láta skoðanir sínar í ljós og það hefur komið berlega í ljós fyrir utan þetta hús ítrekað. Og nú er kannski kominn tími til þess að íslenskir neytendur láti í sér heyra með svipuðum hætti og geri nú alvöru úr því að kjósa með fótunum og hundsa þau fyrirtæki sem lengst ganga í hækkunum nú um stundir.“ Elsa Lára Arnardóttir tók undir með flokksbróður sínum og lýsti áhyggjum af því að afnám sykurskatts skilaði sér ekki til neytenda. „En hins vegar eru verslanirnar margar hverjar ekki lengi að skila til neytenda ef það verður einhver hækkun á markaði,“ sagði Elsa. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér líka í umræðuna: „En af hverju kemur þetta mönnum á óvart? Af hverju eru háttvirtir þingmenn Framsóknarflokksins hissa á þessu? Á þetta var margítrekað bent og reynsludæmi um það að veruleg hætta væri á að nákvæmlega þetta myndi gerast en samt létu menn sig hafa það að styðja þetta.“
Alþingi Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira