Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði eitt marka Avaldsnes sem vann stórsigur á Medkila, en lokatölur urðu 7-1 sigur Avaldsnes.
Cecilie Pedersen skoraði fyrstu tvö mörk Avaldsnes og staðan var 2-0 í hálfleik.
Hólmfríður skoraði fimmta mark Avaldsnes og kom þeim í 5-1, en lokatölur urðu 7-1. Cecilie skoraði þrennu.
Hólmfríður Magnúsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Avaldsnes, en Þórunn Helga Jónsdóttir kom inná sem varamaður á 88. mínútu.
Avaldsnes er í þriðja sætinu með 10 stig eftir sex leiki, en Íslendingarliðin Klepp og LSK eru fyrir ofan Avaldsnes.

