Lífið

Björk lögð inn á Landspítalann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björk Eiðsdóttir.
Björk Eiðsdóttir. Vísir/Anton Brink
Vikugamall þáttur af Kvennaráði á Hringbraut var endursýndur í gærkvöldi þar sem umsjónamaður þáttarins, Björk Eiðsdóttir, var lögð inn á Landspítalann í dag. 

Frá þessu er greint á vefsíðu stöðvarinnar. Ekki liggur fyrir hvað hrjári fjölmiðlakonuna en fullyrt var á vefsíðu Hringbrautar að hún væri til rannsóknar vegna mögulegrar ofþreytu. Samkvæmt upplýsingum frá Björk og aðstandendum hennar er það ekki rétt.

Björk segir að útlit hennar hafi einfaldlega ekki verið boðlegt fyrir sjónvarp.

Þátturinn Kvennaráð fjallar um viðkvæm kvennamál og samskipti kynjanna, oft með mjög ögrandi og hispurslausum hætti.

Björk er þriggja barna einstæð móðir, ritstýrir tímaritinu MAN og stjórnar einnig þættinum Kvennaráð. Hún biður fyrir kveðjur til áhorfenda sinna af spítalanum og segist ætla að mæta stálslegin til næsta þáttar að viku liðinni.

Uppfært klukkan 18.32 eftir athugasemd frá Björk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×