Menning

Hjörtun slá í takt

Magnús Guðmundsson skrifar
FullSet frá Írlandi spilar í Hörpu á sunnudagskvöldið.
FullSet frá Írlandi spilar í Hörpu á sunnudagskvöldið.
Boðið er til evrópskrar alþýðutónlistarveislu í Hörpu á sunnudagskvöldið. Aðgangur er ókeypis en miðapantanir á harpa.is og í miðasölu Hörpu. Fram koma íslenska Balkansveitin Skuggamyndir frá Býsans ásamt hljómsveitinni FullSet frá Írlandi sem er ein sú allra vinsælasta á sviði þjóðlagatónlistar.

Sérstakur gestur er söngkonan Ragnheiður Gröndal og tónleikastjóri og kynnir Guðni Franzson.

Á tónleikunum verður flutt sérlega fjölbreytt og skemmtileg alþýðutónlist frá Austur- og Vestur-Evrópu. Skuggamyndir frá Býsans er íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunn fyrir tónlist sem ólgar af tilfinningahita í bland við austurlenska dulúð.

FullSet er að verða ein vinsælasta hljómsveit alþýðutónlistar á Írlandi. Tónlist hennar er fjörug og skemmtileg og hefur hljómsveitin hlotið fjölda verðlauna og er eftirsótt til tónleikahalds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×