Erlent

Transkona til starfa í Hvíta húsinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hvíta húsið í regnbogalitunum.
Hvíta húsið í regnbogalitunum. Vísir/Getty
Hvíta húsið í Washington hefur ráðið til starfa transkonu og er þetta fyrsti transgender-einstaklingurinn sem ráðinn er til starfa í Hvíta húsið.

Raffi Freedman-Gurspan hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra á mannauðsskrifstrofu Hvíta hússins. Hún var áður ráðgjafi við stefnumótun hjá National Center for Transgender Equality.

Framkvæmdastjóri NCTE sagði í yfirlýsingu að þetta væri stórt skref fyrir transfólk í Bandaríkjunum. „Barack Obama hefur lýst því yfir að hann vilji að stjórn sín endurspegli Bandaríkjamenn. Ég hef skilið það svo að það feli sér í transfólk í Bandaríkjunum. Það var óumflýjanlegt að transfólk myndi á endanum starfa í Hvíta húsinu.“

Barack Obama varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til að nota orðið transgender í embætti þegar hann minntist á það í stefnuræðu sinni sl. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×