Stefna að aukinni notkun dróna Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2015 08:24 Dróni af gerðinni Reaper á flugi yfir Nígeríu. Vísir/AFP Heryfirvöld í Bandaríkjunum stefna að því að auka notkun dróna um helming á næstu árum. Ástæður þessa eru aukin umsvif og aukinn hernaðarmáttur Kínverja sem og aukin árásargirni Rússa. Ákveðið hefur verið að leyfa landhernum að fljúga drónum en almennir borgara sem vinna sem verktakar fyrir herinn munu einnig fljúga drónum. Það er gert þar sem álag á drónaflugmenn flughers Bandaríkjanna er þegar of mikið og var nýlega farið fram á að flugferðum yrði fækkað. Drónar eru notaðir í hernaðarlegum tilgangi um 65 sinnum á degi hverjum. Háttsettir embættismenn sögðu AP fréttaveitunni að þrátt fyrir að hingað til hafi drónar að mestu verið notaðir gegn hryðjuverkamönnum og til þess að afla upplýsinga yfir átakasvæðum, gæti það breyst á næstu árum. Horft er til aukinnar árásargirni Rússa og aukinna aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi. Háttsettir leiðtogar herafla Bandaríkjanna og þar á meðal verðandi yfirmaður bandaríska herráðsins, hafa sagt að Rússland sé nú stærsta öryggisógn Bandaríkjanna. Sérsveitir Bandaríkjanna og verktakar myndu stýra óvopnuðum drónum og nota þá til að afla upplýsinga í um tíu ferðum á dag. Herinn myndi fljúga um 16 ferðir. Flugher Bandaríkjanna myndi stýra um 60 flugum. Fyrir nokkrum árum var talið að draga myndi úr þörfinni fyrir dróna með lokum þátttöku Bandaríkjanna í hernaði í Afganistan og Írak. Hins vegar hefur þörfin einungis aukist. Meðal annars vegna stækkunar Íslamska ríkisins og aukinna umsvifa hryðjuverkahópa í Afríku. Flugher Bandaríkjanna hefur nú þjálfað um 180 nýja flugmenn á ári hverju, en þörfin er komin upp í um 300 flugmenn á ári. Hernum og verktökum er ætlað að draga úr álagi á flugherinn á meðan fleiri flugmenn eru þjálfaðir. Suður-Kínahaf Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Heryfirvöld í Bandaríkjunum stefna að því að auka notkun dróna um helming á næstu árum. Ástæður þessa eru aukin umsvif og aukinn hernaðarmáttur Kínverja sem og aukin árásargirni Rússa. Ákveðið hefur verið að leyfa landhernum að fljúga drónum en almennir borgara sem vinna sem verktakar fyrir herinn munu einnig fljúga drónum. Það er gert þar sem álag á drónaflugmenn flughers Bandaríkjanna er þegar of mikið og var nýlega farið fram á að flugferðum yrði fækkað. Drónar eru notaðir í hernaðarlegum tilgangi um 65 sinnum á degi hverjum. Háttsettir embættismenn sögðu AP fréttaveitunni að þrátt fyrir að hingað til hafi drónar að mestu verið notaðir gegn hryðjuverkamönnum og til þess að afla upplýsinga yfir átakasvæðum, gæti það breyst á næstu árum. Horft er til aukinnar árásargirni Rússa og aukinna aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi. Háttsettir leiðtogar herafla Bandaríkjanna og þar á meðal verðandi yfirmaður bandaríska herráðsins, hafa sagt að Rússland sé nú stærsta öryggisógn Bandaríkjanna. Sérsveitir Bandaríkjanna og verktakar myndu stýra óvopnuðum drónum og nota þá til að afla upplýsinga í um tíu ferðum á dag. Herinn myndi fljúga um 16 ferðir. Flugher Bandaríkjanna myndi stýra um 60 flugum. Fyrir nokkrum árum var talið að draga myndi úr þörfinni fyrir dróna með lokum þátttöku Bandaríkjanna í hernaði í Afganistan og Írak. Hins vegar hefur þörfin einungis aukist. Meðal annars vegna stækkunar Íslamska ríkisins og aukinna umsvifa hryðjuverkahópa í Afríku. Flugher Bandaríkjanna hefur nú þjálfað um 180 nýja flugmenn á ári hverju, en þörfin er komin upp í um 300 flugmenn á ári. Hernum og verktökum er ætlað að draga úr álagi á flugherinn á meðan fleiri flugmenn eru þjálfaðir.
Suður-Kínahaf Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira