Vont veður skemmdi fyrir hvalatalningu Svavar Hávarðsson skrifar 18. ágúst 2015 06:00 Gísli Víkingsson Aldrei hefur veður verið eins óhagstætt vísindamönnum við hvalatalningar frá því að þær hófust árið 1987. Þess vegna er þegar fyrirséð að ekki næst marktæk talning á hrefnu við landið og mælst er til þess að framhaldsrannsókn verði gerð. Víðtækum hvalatalningum á vegum Hafrannsóknastofnunar er nýlokið, en þær fóru fram í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf og var skipulagning þeirra á vettvangi Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007. Þær hafa sýnt talsverðar breytingar í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðastliðin 20 ár. Gísli A. Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að niðurstöðu talninganna sé ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði; gögnin séu að koma í hús og úrvinnsla þeirra að hefjast. Gísli segir að í síðustu talningu, árið 2007, hafi komið fram að hrefnu hafði fækkað mjög á landgrunninu við Ísland, úr um 40.000 dýrum í 20.000 dýr. Þó sé landgrunnið við Ísland aðeins lítill hluti af stofnsvæði hrefnunnar og fjöldi þeirra hér við land segi aðeins hluta sögunnar. Ástæður þessarar fækkunar við Ísland í talningunni 2007 telja sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar tengjast hinum miklu breytingum í hafinu með þeirri miklu hlýnun sem orðið hefur frá því fyrir aldamót. „Hlýnunin hefur haft áhrif á mikilvægar fæðutegundir hrefnu, einkum sandsíli og loðnu. Sandsílið hrundi um 2005 eins og afleiðingar á sjófuglastofna bera með sér. Sandsílið var ein aðalfæðutegund hrefnu fyrir sunnan og vestan land – og var um 80% af fæðu hrefnunnar árið 2003 en var aðeins lítill hluti ætis hennar fjórum árum síðar,“ segir Gísli og bætir við að þess vegna hafi hrefnan fært sig yfir í að éta þorskfiska og síld. Hitt er að hún gæti hafa elt loðnu til Grænlands en það hefur það ekki verið staðfest með talningum. Hins vegar hefur hnúfubak og langreyði fjölgað. „Við erum því mjög spennt fyrir að sjá niðurstöður talninganna. Hins vegar var veður afar óhagstætt í talningunum núna – sérstaklega á landgrunninu þar sem flugtalningin fór fram. Við náðum ekkert að telja fyrir Norður- og Austurlandi og því þegar ljóst að við munum ekki fá raunhæft mat á hrefnustofninum fyrir allt landgrunnið. Það er mjög miður og við náðum aðeins að telja á 38% af því svæði sem við ætluðum að skoða,“ segir Gísli en nefnir að lagt verði til að gerð verði lofttalning aftur sem fyrst. Það sé hins vegar háð því að fjárveiting fáist í það verkefni hvort af verður. Gísli segir ljóst að hvalveiðar Íslendinga hafi engin áhrif á stofnstærð þeirra hvala sem veiddir eru; hrefnu og langreyði. Hrefnuveiðar hafi í fyrra t.d. aðeins verið lítill hluti þess kvóta sem gefinn var út. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Aldrei hefur veður verið eins óhagstætt vísindamönnum við hvalatalningar frá því að þær hófust árið 1987. Þess vegna er þegar fyrirséð að ekki næst marktæk talning á hrefnu við landið og mælst er til þess að framhaldsrannsókn verði gerð. Víðtækum hvalatalningum á vegum Hafrannsóknastofnunar er nýlokið, en þær fóru fram í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf og var skipulagning þeirra á vettvangi Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007. Þær hafa sýnt talsverðar breytingar í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðastliðin 20 ár. Gísli A. Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að niðurstöðu talninganna sé ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði; gögnin séu að koma í hús og úrvinnsla þeirra að hefjast. Gísli segir að í síðustu talningu, árið 2007, hafi komið fram að hrefnu hafði fækkað mjög á landgrunninu við Ísland, úr um 40.000 dýrum í 20.000 dýr. Þó sé landgrunnið við Ísland aðeins lítill hluti af stofnsvæði hrefnunnar og fjöldi þeirra hér við land segi aðeins hluta sögunnar. Ástæður þessarar fækkunar við Ísland í talningunni 2007 telja sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar tengjast hinum miklu breytingum í hafinu með þeirri miklu hlýnun sem orðið hefur frá því fyrir aldamót. „Hlýnunin hefur haft áhrif á mikilvægar fæðutegundir hrefnu, einkum sandsíli og loðnu. Sandsílið hrundi um 2005 eins og afleiðingar á sjófuglastofna bera með sér. Sandsílið var ein aðalfæðutegund hrefnu fyrir sunnan og vestan land – og var um 80% af fæðu hrefnunnar árið 2003 en var aðeins lítill hluti ætis hennar fjórum árum síðar,“ segir Gísli og bætir við að þess vegna hafi hrefnan fært sig yfir í að éta þorskfiska og síld. Hitt er að hún gæti hafa elt loðnu til Grænlands en það hefur það ekki verið staðfest með talningum. Hins vegar hefur hnúfubak og langreyði fjölgað. „Við erum því mjög spennt fyrir að sjá niðurstöður talninganna. Hins vegar var veður afar óhagstætt í talningunum núna – sérstaklega á landgrunninu þar sem flugtalningin fór fram. Við náðum ekkert að telja fyrir Norður- og Austurlandi og því þegar ljóst að við munum ekki fá raunhæft mat á hrefnustofninum fyrir allt landgrunnið. Það er mjög miður og við náðum aðeins að telja á 38% af því svæði sem við ætluðum að skoða,“ segir Gísli en nefnir að lagt verði til að gerð verði lofttalning aftur sem fyrst. Það sé hins vegar háð því að fjárveiting fáist í það verkefni hvort af verður. Gísli segir ljóst að hvalveiðar Íslendinga hafi engin áhrif á stofnstærð þeirra hvala sem veiddir eru; hrefnu og langreyði. Hrefnuveiðar hafi í fyrra t.d. aðeins verið lítill hluti þess kvóta sem gefinn var út.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira