Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2015 20:03 Utanríkisráðherra segir fullveldi Íslands byggja á virðingu þjóða fyrir alþjóðlegum lögum og reglum og vill að Íslendingar haldi þátttöku sinni í refsiaðgerðum sínum gegn Rússum áfram. Samtök atvinnulífsins segja hins vegar ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli. Í Fréttablaðinu í dag segir að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra vilji fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi viðskiptabanni gegn Rússum. „Nei, ég hef nú ekki heyrt það. Það er eðlilegt að við spjöllum um þetta milli okkar. En þeir hafa nú lýst því yfir held ég báðir á fyrri stigum að það gangi nú ekki að kalla þetta til baka,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sem reiknar þó með að framlenging bannsins verði rædd í ríkisstjórn. Í tilkynningu Samtaka atvinnulífsins segir að viðskiptabannið hafi haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ætla megi að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði verði af um 15 milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það. Utanríkisráðherra segist hafa áhyggjur af áhrifum innflutningsbanns Rússa á ýmis byggðarlög en hann óttist ekki um hag stærri útgerða enda hafi markaðir fyrir vörurnar að einhverju leyti verið að opnast annars staðar. „Þannig að ég hygg nú að þegar á hólminn er komið þá er fjárhagslega tjónið mun minna en menn héldu fram í upphafi. En fyrir einstök byggðarlög getur þetta verið töluvert tjón,“ segir utanríkisráðherra og vill skoða hvernig bregðast eigi við því. Samtök atvinnulífsins segja refsiaðgerðirnar gegn Rússum snerta vopnaviðskipti og fjármögnun fjármálastofnana í Rússlandi. Þar sem Íslendingar leggi hvorki stund á vopnaviðskipti né fjármögnun rússneskra banka hafi viðskiptabannið engin áhrif, en bann þeirra við innflutningi á matvælum mjög mikil áhrif á Ísland. Utanríkisráðherra segir virðingu þjóða fyrir alþjóðasamningum og lögum skipta Ísland miklu máli. „Þess vegna erum við að taka þátt í þessu. Því að það er akkúrat það sem fullveldið okkar byggir á og ég hugsa að það sé ekki hægt að tala um stærri hagsmuni en þá,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku. 23. desember 2015 08:00 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Utanríkisráðherra segir fullveldi Íslands byggja á virðingu þjóða fyrir alþjóðlegum lögum og reglum og vill að Íslendingar haldi þátttöku sinni í refsiaðgerðum sínum gegn Rússum áfram. Samtök atvinnulífsins segja hins vegar ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli. Í Fréttablaðinu í dag segir að bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra vilji fara sér hægt í yfirlýsingar um afstöðu Íslands gagnvart áframhaldandi viðskiptabanni gegn Rússum. „Nei, ég hef nú ekki heyrt það. Það er eðlilegt að við spjöllum um þetta milli okkar. En þeir hafa nú lýst því yfir held ég báðir á fyrri stigum að það gangi nú ekki að kalla þetta til baka,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sem reiknar þó með að framlenging bannsins verði rædd í ríkisstjórn. Í tilkynningu Samtaka atvinnulífsins segir að viðskiptabannið hafi haft mjög neikvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ætla megi að íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði verði af um 15 milljarða króna tekjum á ári vegna stuðnings stjórnvalda við það. Utanríkisráðherra segist hafa áhyggjur af áhrifum innflutningsbanns Rússa á ýmis byggðarlög en hann óttist ekki um hag stærri útgerða enda hafi markaðir fyrir vörurnar að einhverju leyti verið að opnast annars staðar. „Þannig að ég hygg nú að þegar á hólminn er komið þá er fjárhagslega tjónið mun minna en menn héldu fram í upphafi. En fyrir einstök byggðarlög getur þetta verið töluvert tjón,“ segir utanríkisráðherra og vill skoða hvernig bregðast eigi við því. Samtök atvinnulífsins segja refsiaðgerðirnar gegn Rússum snerta vopnaviðskipti og fjármögnun fjármálastofnana í Rússlandi. Þar sem Íslendingar leggi hvorki stund á vopnaviðskipti né fjármögnun rússneskra banka hafi viðskiptabannið engin áhrif, en bann þeirra við innflutningi á matvælum mjög mikil áhrif á Ísland. Utanríkisráðherra segir virðingu þjóða fyrir alþjóðasamningum og lögum skipta Ísland miklu máli. „Þess vegna erum við að taka þátt í þessu. Því að það er akkúrat það sem fullveldið okkar byggir á og ég hugsa að það sé ekki hægt að tala um stærri hagsmuni en þá,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku. 23. desember 2015 08:00 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Ósáttir við yfirlýsingar Gunnars Braga Samráðherrar Gunnars Braga Sveinssonar eru ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar um stuðning hans við viðskiptaþvinganir gegn Rússum. Stjórnvöld hafa ekki tekið formlega ákvörðun um þátttöku. 23. desember 2015 08:00
Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19