Nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll auglýst Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2015 13:57 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur kom saman til fundar í morgun til að taka fyrir deiliskipulagstillögu vegna Reykjavíkurflugvallar, sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi í síðustu viku. Deiliskipulagið sem úrskuðrarnefndin felldi úr gildi var samþykkt í borgarstjórn hinn 1. apríl 2014, rétt undir lok síðasta kjörtímabils, en með því var minnsta flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli tekin út af skipulagi. Júlíus Vífill Ingvarsson situr í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokksinn og segir að fyrir fundi ráðsins í morgun hafi legið sams konar tillaga og felld hafi verið úr gildi en með breytingum. „Um þetta var talsvert rætt og við bentu á að þarna væri mjög viðamikið mál til umfjöllunar og að enginn fulltrúi meirihlutans í ráðinu hafi fjallað um málið áður. Þekktu það ekki með sama hætti og nauðsynlegt er. Þarna voru 500 síður undir sem eru saga málsins. Engu að síður var málinu haldið áfram,“ segir Júlíus Vífill. Minnihlutinn lagði hins vegar til að málið yrði skoðað betur og vandað til verka sem ekki hafi verið gert síðast þegar málið var til ákvörðunar. Málið sé flókið og margir angar á því. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg stefnt innanríkisráðherra og krafist þess að norð-austur, suðvestur flugbrautinni verði lokað. Þessari svo kölluðu neyðarbraut. Það mál auðvitað fellur um sjálft sig ef deiliskipulag er ekki í gildi. Af því að raunverulega byggir sá málatilbúningur allur og sú málsókn á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvalar. Auk þess hangir Hlíðarendaskipulagið á þessu þannig að það eru gífurlega miklir hagsmunir undir,“ segir Júlíus Vífill. Nú fari skipulagið í auglýsingaferli en venjulega taki ferlið um sex mánuði þótt meirihlutinn muni væntanlega reyna að flýta því. „Það kemur nokkuð á óvart að borgarstjóri skuli halda því fram að þeir gallar sem voru á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvelli hafi verið minniháttar hnökrar og Reykjavíkurborg sé bara að leiðrétta þessa minniháttar hnökra. Menn geri sér þá ekki grein fyrri alvarleika málsins því úrskurpanefndin fari ekki að fella úr gildi deiliskipulag af ástæðulausu. „Síst af öllu deilskipulag sem hefur svona víðtækar afleiðingar nema á þessu deiliskipulagi hafi verið slíkir alvarlegir annmarkar en að nefndin hafi ekki séð sér annað fært en að fella það úr gildi,“ segir Júlíus Vífill. Þannig að þú heldur að eftirmálum þessa alls sé ekki lokið? „Alls ekki. Ég er alveg viss um það að þeir sem eiga hagsmuna að gæta munu standa áfram vörð um sína hagsmuni. Muni auðvitað leita réttar síns. Þetta er kannski stund milli stríða skulum við segja,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson. Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur kom saman til fundar í morgun til að taka fyrir deiliskipulagstillögu vegna Reykjavíkurflugvallar, sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi í síðustu viku. Deiliskipulagið sem úrskuðrarnefndin felldi úr gildi var samþykkt í borgarstjórn hinn 1. apríl 2014, rétt undir lok síðasta kjörtímabils, en með því var minnsta flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli tekin út af skipulagi. Júlíus Vífill Ingvarsson situr í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokksinn og segir að fyrir fundi ráðsins í morgun hafi legið sams konar tillaga og felld hafi verið úr gildi en með breytingum. „Um þetta var talsvert rætt og við bentu á að þarna væri mjög viðamikið mál til umfjöllunar og að enginn fulltrúi meirihlutans í ráðinu hafi fjallað um málið áður. Þekktu það ekki með sama hætti og nauðsynlegt er. Þarna voru 500 síður undir sem eru saga málsins. Engu að síður var málinu haldið áfram,“ segir Júlíus Vífill. Minnihlutinn lagði hins vegar til að málið yrði skoðað betur og vandað til verka sem ekki hafi verið gert síðast þegar málið var til ákvörðunar. Málið sé flókið og margir angar á því. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg stefnt innanríkisráðherra og krafist þess að norð-austur, suðvestur flugbrautinni verði lokað. Þessari svo kölluðu neyðarbraut. Það mál auðvitað fellur um sjálft sig ef deiliskipulag er ekki í gildi. Af því að raunverulega byggir sá málatilbúningur allur og sú málsókn á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvalar. Auk þess hangir Hlíðarendaskipulagið á þessu þannig að það eru gífurlega miklir hagsmunir undir,“ segir Júlíus Vífill. Nú fari skipulagið í auglýsingaferli en venjulega taki ferlið um sex mánuði þótt meirihlutinn muni væntanlega reyna að flýta því. „Það kemur nokkuð á óvart að borgarstjóri skuli halda því fram að þeir gallar sem voru á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvelli hafi verið minniháttar hnökrar og Reykjavíkurborg sé bara að leiðrétta þessa minniháttar hnökra. Menn geri sér þá ekki grein fyrri alvarleika málsins því úrskurpanefndin fari ekki að fella úr gildi deiliskipulag af ástæðulausu. „Síst af öllu deilskipulag sem hefur svona víðtækar afleiðingar nema á þessu deiliskipulagi hafi verið slíkir alvarlegir annmarkar en að nefndin hafi ekki séð sér annað fært en að fella það úr gildi,“ segir Júlíus Vífill. Þannig að þú heldur að eftirmálum þessa alls sé ekki lokið? „Alls ekki. Ég er alveg viss um það að þeir sem eiga hagsmuna að gæta munu standa áfram vörð um sína hagsmuni. Muni auðvitað leita réttar síns. Þetta er kannski stund milli stríða skulum við segja,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson.
Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“