Nýtt deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll auglýst Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2015 13:57 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur kom saman til fundar í morgun til að taka fyrir deiliskipulagstillögu vegna Reykjavíkurflugvallar, sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi í síðustu viku. Deiliskipulagið sem úrskuðrarnefndin felldi úr gildi var samþykkt í borgarstjórn hinn 1. apríl 2014, rétt undir lok síðasta kjörtímabils, en með því var minnsta flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli tekin út af skipulagi. Júlíus Vífill Ingvarsson situr í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokksinn og segir að fyrir fundi ráðsins í morgun hafi legið sams konar tillaga og felld hafi verið úr gildi en með breytingum. „Um þetta var talsvert rætt og við bentu á að þarna væri mjög viðamikið mál til umfjöllunar og að enginn fulltrúi meirihlutans í ráðinu hafi fjallað um málið áður. Þekktu það ekki með sama hætti og nauðsynlegt er. Þarna voru 500 síður undir sem eru saga málsins. Engu að síður var málinu haldið áfram,“ segir Júlíus Vífill. Minnihlutinn lagði hins vegar til að málið yrði skoðað betur og vandað til verka sem ekki hafi verið gert síðast þegar málið var til ákvörðunar. Málið sé flókið og margir angar á því. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg stefnt innanríkisráðherra og krafist þess að norð-austur, suðvestur flugbrautinni verði lokað. Þessari svo kölluðu neyðarbraut. Það mál auðvitað fellur um sjálft sig ef deiliskipulag er ekki í gildi. Af því að raunverulega byggir sá málatilbúningur allur og sú málsókn á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvalar. Auk þess hangir Hlíðarendaskipulagið á þessu þannig að það eru gífurlega miklir hagsmunir undir,“ segir Júlíus Vífill. Nú fari skipulagið í auglýsingaferli en venjulega taki ferlið um sex mánuði þótt meirihlutinn muni væntanlega reyna að flýta því. „Það kemur nokkuð á óvart að borgarstjóri skuli halda því fram að þeir gallar sem voru á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvelli hafi verið minniháttar hnökrar og Reykjavíkurborg sé bara að leiðrétta þessa minniháttar hnökra. Menn geri sér þá ekki grein fyrri alvarleika málsins því úrskurpanefndin fari ekki að fella úr gildi deiliskipulag af ástæðulausu. „Síst af öllu deilskipulag sem hefur svona víðtækar afleiðingar nema á þessu deiliskipulagi hafi verið slíkir alvarlegir annmarkar en að nefndin hafi ekki séð sér annað fært en að fella það úr gildi,“ segir Júlíus Vífill. Þannig að þú heldur að eftirmálum þessa alls sé ekki lokið? „Alls ekki. Ég er alveg viss um það að þeir sem eiga hagsmuna að gæta munu standa áfram vörð um sína hagsmuni. Muni auðvitað leita réttar síns. Þetta er kannski stund milli stríða skulum við segja,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur kom saman til fundar í morgun til að taka fyrir deiliskipulagstillögu vegna Reykjavíkurflugvallar, sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi í síðustu viku. Deiliskipulagið sem úrskuðrarnefndin felldi úr gildi var samþykkt í borgarstjórn hinn 1. apríl 2014, rétt undir lok síðasta kjörtímabils, en með því var minnsta flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli tekin út af skipulagi. Júlíus Vífill Ingvarsson situr í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokksinn og segir að fyrir fundi ráðsins í morgun hafi legið sams konar tillaga og felld hafi verið úr gildi en með breytingum. „Um þetta var talsvert rætt og við bentu á að þarna væri mjög viðamikið mál til umfjöllunar og að enginn fulltrúi meirihlutans í ráðinu hafi fjallað um málið áður. Þekktu það ekki með sama hætti og nauðsynlegt er. Þarna voru 500 síður undir sem eru saga málsins. Engu að síður var málinu haldið áfram,“ segir Júlíus Vífill. Minnihlutinn lagði hins vegar til að málið yrði skoðað betur og vandað til verka sem ekki hafi verið gert síðast þegar málið var til ákvörðunar. Málið sé flókið og margir angar á því. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg stefnt innanríkisráðherra og krafist þess að norð-austur, suðvestur flugbrautinni verði lokað. Þessari svo kölluðu neyðarbraut. Það mál auðvitað fellur um sjálft sig ef deiliskipulag er ekki í gildi. Af því að raunverulega byggir sá málatilbúningur allur og sú málsókn á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvalar. Auk þess hangir Hlíðarendaskipulagið á þessu þannig að það eru gífurlega miklir hagsmunir undir,“ segir Júlíus Vífill. Nú fari skipulagið í auglýsingaferli en venjulega taki ferlið um sex mánuði þótt meirihlutinn muni væntanlega reyna að flýta því. „Það kemur nokkuð á óvart að borgarstjóri skuli halda því fram að þeir gallar sem voru á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvelli hafi verið minniháttar hnökrar og Reykjavíkurborg sé bara að leiðrétta þessa minniháttar hnökra. Menn geri sér þá ekki grein fyrri alvarleika málsins því úrskurpanefndin fari ekki að fella úr gildi deiliskipulag af ástæðulausu. „Síst af öllu deilskipulag sem hefur svona víðtækar afleiðingar nema á þessu deiliskipulagi hafi verið slíkir alvarlegir annmarkar en að nefndin hafi ekki séð sér annað fært en að fella það úr gildi,“ segir Júlíus Vífill. Þannig að þú heldur að eftirmálum þessa alls sé ekki lokið? „Alls ekki. Ég er alveg viss um það að þeir sem eiga hagsmuna að gæta munu standa áfram vörð um sína hagsmuni. Muni auðvitað leita réttar síns. Þetta er kannski stund milli stríða skulum við segja,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira