Ekki búið fyrr en sú feita syngur Jónas Sen skrifar 23. desember 2015 12:30 Vladimir Ashkenazy fór á kostum við stjórnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands í vor. Visir/GVA Tónlistarárið sem er senn á enda var upp og ofan. Þar var margt prýðilegt, og sumt var frábært. En annað stóðst ekki væntingar. Uppfærsla Íslensku óperunnar á Rakaranum frá Sevilla var t.d. rislítil. Jú, söngurinn var vissulega góður, en sviðsmyndin var leiðinlega banal. Nú er það svo að ópera er meira en söngur og hljóðfæraleikur. Hún er leikhús líka. Þar skiptir sjónræni þátturinn gríðarlegu máli. Augljóst var að verið var að reyna að spara sem mest og því var sýningin í heild hvorki fugl né fiskur. En Íslensku óperunni er vorkunn. Staða hennar hefur sjaldan verið tæpari. Húsaleigan í Hörpu er afar há og hún er þungur baggi. Það hefur þó sloppið fyrir horn hingað til, því óperan átti eigið fé sem hún græddi á sölunni á Gamla bíói. Í þann varasjóð hefur verið seilst til að eiga fyrir rekstrinum og leigunni. En nú er peningurinn búinn. Ef ekki tekst að snúa við dæminu þá er útlitið svart. Í viðtali í Fréttablaðinu fyrir skemmstu, sagði Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri að nú væri í gangi heljarmikil rýnihópsvinna. Verið væri að kanna hvernig hægt er að laða að fleiri áheyrendur. Og það eru stórar sýningar fram undan, Don Giovanni, Evgení Ónegín og Tosca. Það er því ekki öll nótt úti enn. Eða eins og segir erlendis: Það er ekki búið fyrr en sú feita syngur. Uppsetningar á sívinsælum kassastykkjum eru skiljanlegar. Hinn almenni áheyrandi veigrar sér við að heyra nýja, tilraunakennda tónlist. Um það bera aðsóknartölur á slíka tónleika vitni aftur og aftur. Samt er oft fundið að verkefnavali Íslensku óperunnar og hún skömmuð fyrir að einbeita sér ekki nægilega að nýsköpun. En þá ber að minnast uppfærslunnar á óperu Gunnars Þórðarssonar sem sló öll aðsóknarmet. Sú ópera var vissulega ekki framúrstefnuleg, hún var í hefðbundnum, rómantískum stíl. Hún var samt ný. Ef Gunnar gat samið vinsæla óperu sem gerði allt vitlaust, þá geta kannski aðrir gert það líka.Stuart Skelton söng hlutverk Peter Grimes í vel lukkaðri uppfærslu á vegum Listahátíðarinnar í Reykjavík. Visir/VilhelmVond sýning Talandi um tilraunakennda tónlist, þá var einhver versti tónlistarviðburður ársins einmitt tilraunakennd óperusýning. Þetta var óperan Björninn eftir William Walton. Sýningin var á barnum Players og var ekki á vegum Íslensku óperunnar. Nú er ekkert að því að setja upp óperu á skrítnum stöðum, öðru nær. Það væri hægt að setja upp óperu í frystihúsi ef því er að skipta. En þá verður flutningurinn að vera almennilegur. Það var hann ekki hér. Söngurinn hefði mátt vera betri og hljómsveitin var bara píanóútsetning og píanóið hörmulegur garmur. Önnur óperusýning olli líka nokkrum vonbrigðum. Þetta var Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson við texta eftir Böðvar Guðmundsson. Hún hafði verið sýnd í konsertuppfærslu í Langholtskirkju nokkru áður og tókst alveg ljómandi vel. En núna var búið að sviðsetja hana og var það ekki eins skemmtilegt. Vandamálið var að það var ekki sögumaður eins og í konsertuppfærslunni. Þar sem ekki er alltaf auðvelt að skilja texta sem er sunginn af óperusöngvara, þá fór söguþráðurinn fyrir ofan garð og neðan hjá yngstu áheyrendunum. Það var synd, því tónlistin var góð.Flottur Grimes, lélegur Messías Miklu meira var varið í konsertuppfærslu óperunnar Peter Grimes á Listahátíð í vor. Aðalsöngvarinn Stuart Skelton virtist reyndar ekki vera í formi, en flest annað var afburða gott. Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem sjálfur missti röddina á Sinfóníutónleikum nýverið, var alveg frábær þarna. Hann stal senunni aftur og aftur. Sinfóníuhljómsveit Íslands var líka mögnuð, sem og kór Íslensku óperunnar. Tónlistin var stórbrotin, full af ofsa sem var útfærð á óaðfinnanlegan hátt. Ekki var Messías eftir Händel eins skemmtilegur. Það voru tvennir tónleikar með Messíasi á árinu. Þeir voru slappir. Sérstaklega hinir fyrri, sem voru haldnir í Norðurljósum í Hörpu. Þar var á ferðinni skandinavískur barokkhópur, Camerata Øresund ásamt 12 manna kór. BARA TÓLF MANNS! Eins og við var að búast hljómaði Hallelújakórinn eins og úr ferðaútvarpi. Í þokkabót voru engir einsöngvarar. Einsöngurinn var allur í höndunum á kórfélögunum, og það var aldrei sami einsöngvarinn tvisvar. Fyrir bragðið var enginn heildarsvipur á flutningnum.Þóra Einarsdóttir átti afar gott ár á tónlistarsviðinu. Visir/GVAFínir frumflutningar Eins og gengur voru frumfluttar nokkrar tónsmíðar á árinu. Þar má nefna Messa semplice eftir John A. Speight, kórtónlist eftir Stefán Arason, kammertónsmíðar eftir Helga Rafn Ingvarsson, hljómsveitarverkið Collider eftir Daníel Bjarnason, kvartett eftir Unu Sveinbjarnardóttur, o. fl. Þetta voru mögnuð verk. Ýmislegt annað stóð upp úr á árinu. Valdimir Ashkenazy var í banastuði þegar hann stjórnaði annarri Sinfóníu Brahms. Söngkonan Þóra Einarsdóttir var dásamleg á sömu tónleikum og einnig í óratóríunni Salómon eftir Händel. Og Richard Goode spilaði Beethoven eins og engill. Því miður missti undirritaður af Daniil Trifonov í öðrum píanókonsert Rakmaninoffs. Það mun hafa verið stórkostleg upplifun, enda Trifonov einn besti píanóleikari í heimi. Kammertónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music var líka ágætlega heppnuð. Vissulega var því margt gott við tónlistarlífið á Íslandi, þó sumt hafi ekki tekist vel. Hið frábæra sem stóð upp úr á árinu gerir að verkum að maður hlakkar til þess næsta. Ég óska lesendum mínum gleðilegs árs og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða. Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tónlistarárið sem er senn á enda var upp og ofan. Þar var margt prýðilegt, og sumt var frábært. En annað stóðst ekki væntingar. Uppfærsla Íslensku óperunnar á Rakaranum frá Sevilla var t.d. rislítil. Jú, söngurinn var vissulega góður, en sviðsmyndin var leiðinlega banal. Nú er það svo að ópera er meira en söngur og hljóðfæraleikur. Hún er leikhús líka. Þar skiptir sjónræni þátturinn gríðarlegu máli. Augljóst var að verið var að reyna að spara sem mest og því var sýningin í heild hvorki fugl né fiskur. En Íslensku óperunni er vorkunn. Staða hennar hefur sjaldan verið tæpari. Húsaleigan í Hörpu er afar há og hún er þungur baggi. Það hefur þó sloppið fyrir horn hingað til, því óperan átti eigið fé sem hún græddi á sölunni á Gamla bíói. Í þann varasjóð hefur verið seilst til að eiga fyrir rekstrinum og leigunni. En nú er peningurinn búinn. Ef ekki tekst að snúa við dæminu þá er útlitið svart. Í viðtali í Fréttablaðinu fyrir skemmstu, sagði Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri að nú væri í gangi heljarmikil rýnihópsvinna. Verið væri að kanna hvernig hægt er að laða að fleiri áheyrendur. Og það eru stórar sýningar fram undan, Don Giovanni, Evgení Ónegín og Tosca. Það er því ekki öll nótt úti enn. Eða eins og segir erlendis: Það er ekki búið fyrr en sú feita syngur. Uppsetningar á sívinsælum kassastykkjum eru skiljanlegar. Hinn almenni áheyrandi veigrar sér við að heyra nýja, tilraunakennda tónlist. Um það bera aðsóknartölur á slíka tónleika vitni aftur og aftur. Samt er oft fundið að verkefnavali Íslensku óperunnar og hún skömmuð fyrir að einbeita sér ekki nægilega að nýsköpun. En þá ber að minnast uppfærslunnar á óperu Gunnars Þórðarssonar sem sló öll aðsóknarmet. Sú ópera var vissulega ekki framúrstefnuleg, hún var í hefðbundnum, rómantískum stíl. Hún var samt ný. Ef Gunnar gat samið vinsæla óperu sem gerði allt vitlaust, þá geta kannski aðrir gert það líka.Stuart Skelton söng hlutverk Peter Grimes í vel lukkaðri uppfærslu á vegum Listahátíðarinnar í Reykjavík. Visir/VilhelmVond sýning Talandi um tilraunakennda tónlist, þá var einhver versti tónlistarviðburður ársins einmitt tilraunakennd óperusýning. Þetta var óperan Björninn eftir William Walton. Sýningin var á barnum Players og var ekki á vegum Íslensku óperunnar. Nú er ekkert að því að setja upp óperu á skrítnum stöðum, öðru nær. Það væri hægt að setja upp óperu í frystihúsi ef því er að skipta. En þá verður flutningurinn að vera almennilegur. Það var hann ekki hér. Söngurinn hefði mátt vera betri og hljómsveitin var bara píanóútsetning og píanóið hörmulegur garmur. Önnur óperusýning olli líka nokkrum vonbrigðum. Þetta var Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson við texta eftir Böðvar Guðmundsson. Hún hafði verið sýnd í konsertuppfærslu í Langholtskirkju nokkru áður og tókst alveg ljómandi vel. En núna var búið að sviðsetja hana og var það ekki eins skemmtilegt. Vandamálið var að það var ekki sögumaður eins og í konsertuppfærslunni. Þar sem ekki er alltaf auðvelt að skilja texta sem er sunginn af óperusöngvara, þá fór söguþráðurinn fyrir ofan garð og neðan hjá yngstu áheyrendunum. Það var synd, því tónlistin var góð.Flottur Grimes, lélegur Messías Miklu meira var varið í konsertuppfærslu óperunnar Peter Grimes á Listahátíð í vor. Aðalsöngvarinn Stuart Skelton virtist reyndar ekki vera í formi, en flest annað var afburða gott. Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem sjálfur missti röddina á Sinfóníutónleikum nýverið, var alveg frábær þarna. Hann stal senunni aftur og aftur. Sinfóníuhljómsveit Íslands var líka mögnuð, sem og kór Íslensku óperunnar. Tónlistin var stórbrotin, full af ofsa sem var útfærð á óaðfinnanlegan hátt. Ekki var Messías eftir Händel eins skemmtilegur. Það voru tvennir tónleikar með Messíasi á árinu. Þeir voru slappir. Sérstaklega hinir fyrri, sem voru haldnir í Norðurljósum í Hörpu. Þar var á ferðinni skandinavískur barokkhópur, Camerata Øresund ásamt 12 manna kór. BARA TÓLF MANNS! Eins og við var að búast hljómaði Hallelújakórinn eins og úr ferðaútvarpi. Í þokkabót voru engir einsöngvarar. Einsöngurinn var allur í höndunum á kórfélögunum, og það var aldrei sami einsöngvarinn tvisvar. Fyrir bragðið var enginn heildarsvipur á flutningnum.Þóra Einarsdóttir átti afar gott ár á tónlistarsviðinu. Visir/GVAFínir frumflutningar Eins og gengur voru frumfluttar nokkrar tónsmíðar á árinu. Þar má nefna Messa semplice eftir John A. Speight, kórtónlist eftir Stefán Arason, kammertónsmíðar eftir Helga Rafn Ingvarsson, hljómsveitarverkið Collider eftir Daníel Bjarnason, kvartett eftir Unu Sveinbjarnardóttur, o. fl. Þetta voru mögnuð verk. Ýmislegt annað stóð upp úr á árinu. Valdimir Ashkenazy var í banastuði þegar hann stjórnaði annarri Sinfóníu Brahms. Söngkonan Þóra Einarsdóttir var dásamleg á sömu tónleikum og einnig í óratóríunni Salómon eftir Händel. Og Richard Goode spilaði Beethoven eins og engill. Því miður missti undirritaður af Daniil Trifonov í öðrum píanókonsert Rakmaninoffs. Það mun hafa verið stórkostleg upplifun, enda Trifonov einn besti píanóleikari í heimi. Kammertónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music var líka ágætlega heppnuð. Vissulega var því margt gott við tónlistarlífið á Íslandi, þó sumt hafi ekki tekist vel. Hið frábæra sem stóð upp úr á árinu gerir að verkum að maður hlakkar til þess næsta. Ég óska lesendum mínum gleðilegs árs og þakka þeim samfylgdina á árinu sem er að líða.
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira