Syngja á svölum Caruso Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2015 10:15 Þóra, Dísella og Sigríður Ósk ætla að lífga upp á miðbæinn í kvöld. Fréttablaðið/Stefán Við munum syngja jólalög fyrir gesti miðbæjarins og hlökkum mikið til,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, ein þeirra þriggja söngdíva sem koma fram á svalir Caruso við Austurstræti 22 klukkan 21 í kvöld og láta raddir sínar hljóma. Þær ætla að halda uppi stemningu í miðbænum og koma þeim í ekta jólaskap sem ekki eru það fyrir en festa það rækilega í sessi hjá hinum. Dagskráin er falleg að sögn söngkvennanna. Sálmar og jólalög í góðum kokteil. Meðal þess sem þær nefna er hinn hátíðlegi sálmur Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns og Einar Sigurðsson, Pie Jesu eftir söngleikjahöfundinn Andrew Lloyd Webber og hið sígilda íslenska jólalag Það á að gefa börnum brauð. „Við syngjum raddað, skiptumst á að vera í aðalhlutverki og reynum að hafa flutninginn sem fjölbreyttastan,“ segir Sigríður Ósk. Það er Reykjavíkurborg sem stendur fyrir söng dívanna í Austurstræti í kvöld. Undanfarin ár hafa þrír tenórar oft komið fram á svölum Sólons í Bankastræti en að þessu sinni var ákveðið að breyta til. „Kannski vorum við valdar í tilefni af hundrað ára kosningaafmæli kvenna á árinu,“ segir Sigríður Ósk. „Þetta er að minnsta kosti í fyrsta skipti sem söngkonur koma fram í miðbænum á Þorláksmessukvöldi. Nú eru nýir tímar.“ Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Við munum syngja jólalög fyrir gesti miðbæjarins og hlökkum mikið til,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, ein þeirra þriggja söngdíva sem koma fram á svalir Caruso við Austurstræti 22 klukkan 21 í kvöld og láta raddir sínar hljóma. Þær ætla að halda uppi stemningu í miðbænum og koma þeim í ekta jólaskap sem ekki eru það fyrir en festa það rækilega í sessi hjá hinum. Dagskráin er falleg að sögn söngkvennanna. Sálmar og jólalög í góðum kokteil. Meðal þess sem þær nefna er hinn hátíðlegi sálmur Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns og Einar Sigurðsson, Pie Jesu eftir söngleikjahöfundinn Andrew Lloyd Webber og hið sígilda íslenska jólalag Það á að gefa börnum brauð. „Við syngjum raddað, skiptumst á að vera í aðalhlutverki og reynum að hafa flutninginn sem fjölbreyttastan,“ segir Sigríður Ósk. Það er Reykjavíkurborg sem stendur fyrir söng dívanna í Austurstræti í kvöld. Undanfarin ár hafa þrír tenórar oft komið fram á svölum Sólons í Bankastræti en að þessu sinni var ákveðið að breyta til. „Kannski vorum við valdar í tilefni af hundrað ára kosningaafmæli kvenna á árinu,“ segir Sigríður Ósk. „Þetta er að minnsta kosti í fyrsta skipti sem söngkonur koma fram í miðbænum á Þorláksmessukvöldi. Nú eru nýir tímar.“
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira