Milljón flóttamenn komnir til Evrópu Guðsteinn Bjarnasson skrifar 23. desember 2015 06:00 Flóttafólk kemur til Aþenu í Grikklandi frá eyjunum Lesbos og Kíos, þangað sem fólkið sigldi frá Tyrklandi. Nordicphotos/AFP Á þessu ári hefur meira en milljón flóttamanna komið til Evrópu. Frá þessu skýra bæði Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Alþjóðastofnun um farandfólk (IOM) í sameiginlegri fréttatilkynningu. Þann 21. desember voru 972.500 komnir sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið en 34.000 landleiðina frá Tyrklandi yfir til Búlgaríu eða Grikklands. Samtals er ein milljón manns eitthvað um það bil 0,2 prósent af heildaríbúafjölda aðildarríkja Evrópusambandsins, eða tæplega 0,15 prósent af íbúafjölda allra Evrópuríkja samtals. Til samanburðar má einnig nefna að í Tyrklandi einu eru um það bil 2,2 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi og í Líbanon er um 1,1 milljón sýrlenskra flóttamanna. Flestir þeirra sem komnir eru til Evrópu fóru sjóleiðina, eða meira en 800 þúsund manns, hafa ferðast yfir Eyjahafið frá Tyrklandi til Grikklands. Um 150 þúsund fóru hins vegar lengri sjóleiðina frá norðanverðri Afríku yfir til Ítalíu. Nærri helmingurinn, um hálf milljón manns, er kominn frá Sýrlandi, um það bil 200 þúsund frá Afganistan og um 70 þúsund frá Írak. Alls er talið að nærri 4.000 manns hafi drukknað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið, eða er að minnsta kosti enn saknað. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunarinnar, bendir á að flóttafólkið hafi margt mikilvægt fram að færa í þeim löndum, sem það flytur til. „Nú þegar andúð á útlendingum fer vaxandi sums staðar, þá er mikilvægt að átta sig á því góða framlagi sem flóttafólk og farandfólk kemur með til samfélagsins sem það býr í,“ er haft eftir Guterres í tilkynningu frá UNHCR. Flóttamenn Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Á þessu ári hefur meira en milljón flóttamanna komið til Evrópu. Frá þessu skýra bæði Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Alþjóðastofnun um farandfólk (IOM) í sameiginlegri fréttatilkynningu. Þann 21. desember voru 972.500 komnir sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið en 34.000 landleiðina frá Tyrklandi yfir til Búlgaríu eða Grikklands. Samtals er ein milljón manns eitthvað um það bil 0,2 prósent af heildaríbúafjölda aðildarríkja Evrópusambandsins, eða tæplega 0,15 prósent af íbúafjölda allra Evrópuríkja samtals. Til samanburðar má einnig nefna að í Tyrklandi einu eru um það bil 2,2 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi og í Líbanon er um 1,1 milljón sýrlenskra flóttamanna. Flestir þeirra sem komnir eru til Evrópu fóru sjóleiðina, eða meira en 800 þúsund manns, hafa ferðast yfir Eyjahafið frá Tyrklandi til Grikklands. Um 150 þúsund fóru hins vegar lengri sjóleiðina frá norðanverðri Afríku yfir til Ítalíu. Nærri helmingurinn, um hálf milljón manns, er kominn frá Sýrlandi, um það bil 200 þúsund frá Afganistan og um 70 þúsund frá Írak. Alls er talið að nærri 4.000 manns hafi drukknað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið, eða er að minnsta kosti enn saknað. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunarinnar, bendir á að flóttafólkið hafi margt mikilvægt fram að færa í þeim löndum, sem það flytur til. „Nú þegar andúð á útlendingum fer vaxandi sums staðar, þá er mikilvægt að átta sig á því góða framlagi sem flóttafólk og farandfólk kemur með til samfélagsins sem það býr í,“ er haft eftir Guterres í tilkynningu frá UNHCR.
Flóttamenn Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira