Erlent

Sjálfsmorðssprengjuárás gerð á mosku í Jemen

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Árásin er gerð saman dag og Eid al-Adha hátíðin hefst. Mynd úr safni.
Árásin er gerð saman dag og Eid al-Adha hátíðin hefst. Mynd úr safni. Vísir/AFP
Tveir sjálfsmorðssprengjuárásarmenn sprengdu sig í loft upp í mosku í  Sanaa , höfuðborg Jemen, í morgun. Fyrstu upplýsingar gefa til kynna að minnsta kosti tuttugu og fimm hafi látist.

Enginn hefur enn sem komið er lýst ábyrgð á hendur sér, en liðsmenn Íslamska ríkisins hafa gert fjölda árása á borgina á síðustu mánuðum.

Árásin er gerð saman dag og 
Eid   al-Adha  hátíðin hefst, en það er ein helgasta hátíð múslíma, sem stendur yfir í fjóra daga. 

BBC  greinir frá því að annar árásarmaðurinn hafi sprengt sig inni í moskunni og þegar fólk flúði út hafi hinn maðurinn sprengt sig, fyrir utan moskuna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×