Erlent

Le Pen rekinn úr Front National

Atli Ísleifsson skrifar
Jean-Marie leiddi flokkinn á árunum 1972 til 2011.
Jean-Marie leiddi flokkinn á árunum 1972 til 2011. Vísir/AFP
Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska stjórnmálaflokksins Front National, hefur verið rekinn úr flokknum.

Greint var frá ákvörðun flokksstjórnar í kvöld að loknum löngum fundi stjórnarinnar og Le Pen. Ástæðan er sögð vera ítrekuð agabrot Le Pen.

Bruno Gollninsch, sem hefur lýst yfir stuðningi við Le Pen og á sæti í stjórn flokksins, sagði eftir fundinn að hann hafi verið „ansi líflegur á köflum“.

Marine Le Pen, dóttir Jean-Marie, er núverandi leiðtogi flokksins, en Jean-Marie leiddi flokkinn á árunum 1972 til 2011.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×