Erlent

Fundu 600 milljóna fjársjóð á hafsbotni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fjórsjóðsleitarmenn duttu í lukkupottinn þegar þeir fundu 350 gullpeninga. Mynd tengist frétt ekki beint.
Fjórsjóðsleitarmenn duttu í lukkupottinn þegar þeir fundu 350 gullpeninga. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/EPA
Fjársjóðsleitarmenn í Flórída í Bandaríkjunum fundu nýverið spænska gullpeninga að verðmæti tæplega 600 milljóna íslenskra króna.

Fjársjóðurinn fannst nákvæmlega 300 árum eftir að skipafloti sem flutti gullpeningana fórust í hvirfilbyl á leið sinni frá Havana á Kúbu til Spánar, samkvæmt fjársjóðsleitarmönnunum sjálfum.

Í fjársjóðnum, sem telur samtals 350 gullpeninga, er að finna níu afar sjaldgæfa peninga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×