Hugleiðingar um spunalækna og mannasiði úr Cheerios-pakka Eva Magnúsdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Af hverju verða sum fyrirtæki og einstaklingar svona illa úti í fjölmiðlaumræðu? Það er ekki endilega vegna þess að fyrirtækin eða einstaklingarnir séu alslæmir heldur getur ástæðan oft verið klaufaskapur í samskiptum við fjölmiðla, hroki, undanskot upplýsinga eða almennur skortur á því að koma fyrir sig orði. Þá er vinsælt að tala illa um fjölmiðilinn. Að vísu eru fjölmiðlar mismunandi óvægnir og geta elt einstaklinga og fyrirtæki í langan tíma. Það er oft ástæða fyrir því. Samfélagsmiðlarnir ala einnig við sitt brjóst „fjölmiðlafólk“ eða almenning sem leitast við að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar og er á stundum líkt og mannasiðir samfélagsdólga séu fengnir úr Cheerios-pakka. Þessum tilfinningaríku samskiptum á samfélagsmiðlum er oft erfitt að svara án þess að það kalli á ennþá meira skítkast. Sumir telja að almannatengsl séu froða og það fólk sem starfar við að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að koma boðskap sínum til fjölmiðla er stundum kallað spunalæknar, e. spindoctors. Yfirleitt notað í neikvæðri merkingu og reynt að gera störf þeirra tortryggileg. Þetta er að sjálfsögðu hinn mesti misskilningur, almannatenglar eru oftast nær fólk með mikla reynslu, hefur oft starfað í fjölmiðlum í langan tíma og er sérfræðingar í því að búa til fréttir sem ná athygli almennings og miðla þeim til fjölmiðla, en eru núna hinum megin við borðið.Réttar upplýsingar Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í almannatengslum þá starfaði ég hjá sjálfum meistara almannatengslanna, Jóni Hákoni Magnússyni heitnum, en hann stofnaði fyrsta almannatengslafyrirtækið á Íslandi árið 1986. Hann tók sem dæmi að sum fyrirtæki héldu eftir og reyndu að villa um fyrir fjölmiðlum með því að segja 99% sannleikans. Þau sem það gera lendi illa í því vegna þess að fréttin muni að lokum snúast um þetta 1% sem reynt var að halda eftir. Þetta þýðir í raun að það borgi sig að tæma málið strax því sannleikurinn leiti alltaf upp á yfirborðið. Þegar fyrirtæki lenda í áföllum og fjölmiðlar hefja umfjöllun þá skipta fyrstu viðbrögðin miklu máli. Ekki ljúga, segið vondu fréttina strax líkt og að rífa af plástur. Það skiptir miklu máli að vera mannlegur, hroki er óvinur okkar allra og sannleikurinn er sagna bestur. Þessar og margar aðrar lífsreglur er gott að hafa í huga í samskiptum við fjölmiðla. Heiðarleiki er líka dyggð og hvorki Róm né traust til fyrirtækja var byggt á einum degi. Fjölmiðlafólk er ekki óvinurinn og er að vinna vinnuna sína, flestir bara nokkuð vel. Þeir þurfa því án undantekninga á aðstoð fólks að halda við að miðla réttum upplýsingum til almennings og er þá stundum gott að geta leitað til sérfræðinga. „Ég hef ekkert að segja,“ gerir oft illt verra og þögn undirstrikar sektarkennd. Segðu satt – almannatengill eða hver sá sem lýgur að fjölmiðlum lifir ekki lengi í starfi. Það gerir aftur á móti sá sem tekst á við erfiðleikana, biðst afsökunar á mistökum og kemur á framfæri hvað hann ætlar að gera til þess að þau endurtaki sig ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Af hverju verða sum fyrirtæki og einstaklingar svona illa úti í fjölmiðlaumræðu? Það er ekki endilega vegna þess að fyrirtækin eða einstaklingarnir séu alslæmir heldur getur ástæðan oft verið klaufaskapur í samskiptum við fjölmiðla, hroki, undanskot upplýsinga eða almennur skortur á því að koma fyrir sig orði. Þá er vinsælt að tala illa um fjölmiðilinn. Að vísu eru fjölmiðlar mismunandi óvægnir og geta elt einstaklinga og fyrirtæki í langan tíma. Það er oft ástæða fyrir því. Samfélagsmiðlarnir ala einnig við sitt brjóst „fjölmiðlafólk“ eða almenning sem leitast við að fá útrás fyrir neikvæðar tilfinningar og er á stundum líkt og mannasiðir samfélagsdólga séu fengnir úr Cheerios-pakka. Þessum tilfinningaríku samskiptum á samfélagsmiðlum er oft erfitt að svara án þess að það kalli á ennþá meira skítkast. Sumir telja að almannatengsl séu froða og það fólk sem starfar við að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að koma boðskap sínum til fjölmiðla er stundum kallað spunalæknar, e. spindoctors. Yfirleitt notað í neikvæðri merkingu og reynt að gera störf þeirra tortryggileg. Þetta er að sjálfsögðu hinn mesti misskilningur, almannatenglar eru oftast nær fólk með mikla reynslu, hefur oft starfað í fjölmiðlum í langan tíma og er sérfræðingar í því að búa til fréttir sem ná athygli almennings og miðla þeim til fjölmiðla, en eru núna hinum megin við borðið.Réttar upplýsingar Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í almannatengslum þá starfaði ég hjá sjálfum meistara almannatengslanna, Jóni Hákoni Magnússyni heitnum, en hann stofnaði fyrsta almannatengslafyrirtækið á Íslandi árið 1986. Hann tók sem dæmi að sum fyrirtæki héldu eftir og reyndu að villa um fyrir fjölmiðlum með því að segja 99% sannleikans. Þau sem það gera lendi illa í því vegna þess að fréttin muni að lokum snúast um þetta 1% sem reynt var að halda eftir. Þetta þýðir í raun að það borgi sig að tæma málið strax því sannleikurinn leiti alltaf upp á yfirborðið. Þegar fyrirtæki lenda í áföllum og fjölmiðlar hefja umfjöllun þá skipta fyrstu viðbrögðin miklu máli. Ekki ljúga, segið vondu fréttina strax líkt og að rífa af plástur. Það skiptir miklu máli að vera mannlegur, hroki er óvinur okkar allra og sannleikurinn er sagna bestur. Þessar og margar aðrar lífsreglur er gott að hafa í huga í samskiptum við fjölmiðla. Heiðarleiki er líka dyggð og hvorki Róm né traust til fyrirtækja var byggt á einum degi. Fjölmiðlafólk er ekki óvinurinn og er að vinna vinnuna sína, flestir bara nokkuð vel. Þeir þurfa því án undantekninga á aðstoð fólks að halda við að miðla réttum upplýsingum til almennings og er þá stundum gott að geta leitað til sérfræðinga. „Ég hef ekkert að segja,“ gerir oft illt verra og þögn undirstrikar sektarkennd. Segðu satt – almannatengill eða hver sá sem lýgur að fjölmiðlum lifir ekki lengi í starfi. Það gerir aftur á móti sá sem tekst á við erfiðleikana, biðst afsökunar á mistökum og kemur á framfæri hvað hann ætlar að gera til þess að þau endurtaki sig ekki.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun