Guðbjörg Gunnarsdóttir og samherjar í Lilleström unnu sinn níunda leik af tíu í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Lilleström vann Trondheims-Ørn 3-2.
Trondheims-Ørn komst óvænt yfir eftir tíu mínútna leik með marki Hege Nordvik. Sú forysta stóð ekki lengi því Lene Mykjåland jafnaði fyrri Lilleström níu mínútum síðar.
Staðan var jöfn, 1-1, í hálfleik, en í síðari hálfleik fóru hlutirnir að gerast. Emilie Haavi kom Lilleström svo yfir á níundu mínútu síðari hálfleiks og Lilleström í kjörstöðu.
Lene Mykjåland gerði svo út um leikinn með marki á 65.mínútu, en Lisa-Marie Utland minnkaði muninn í uppbótartíma fyrir ernina. Nær komust þeir ekki og lokatölur 3-2.
Lillestöm er með 27 stig í efsta sætinum, en næsta lið er með átján. Liðin fyrir neðan eiga þó ýmist einn eða tvo leiki til góða. Trondheims-Ørn er í sjötta sætinu.
Guðbjörg Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn í marki Lilleström, en mörkin sem hún fékk á sig í dag voru fleiri en hún hafði fengið á sig á öllu tímabilinu.
Fótbolti