Fótbolti

Samsæri gegn pabba

Sepp Blatter hefur staðið í ströngu að undanförnu.
Sepp Blatter hefur staðið í ströngu að undanförnu. vísir/getty
Corinne Blatter, dóttir Sepp Blatter forseta FIFA, segir að pabbi sinn sé fórnalamb samsæris sem eigi sér stað bak við tjöldin.

"Enginn er alsaklaus í þessu máli en hann [Sepp Blatter] er ekki manneskja sem tekur á móti mútum," segir Corinne Blatter.

Sepp faðir hennar hefur oftar verið sakaður um spillingu og mútuþægni en aldrei hefur það verið sannað og ávallt hefur hann staðið storminn af sér. Það sýndi sig á dögunum þegar hann var endurkjörinn forseti FIFA.

Corinne vildi þó ekki segja að samsærið ætti rætur sínar að rekja til Bandaríkjana og Bretlands líkt og haldið hefur verið fram.

"Ég er ekki að segja að þetta komi frá Bandaríkjamönnum eða Bretum en klárlega frá fólki sem vinnur bakvið tjöldin. Ég vil ekki benda á neinn sökudólg en þeir reyndu eins og þeir gátu, þeir reyndu í september og þeir reyndu í október. Af hverju getur UEFA, sem telur sig vera sterkasta aðildarsambandið, ekki komið fram með mótframbjóðanda?" segir Corinne Blatter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×