Birgir Leifur deilir fimmta sæti fyrir lokahringinn á Spáni Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. nóvember 2015 14:54 Birgir Leifur hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik. Mynd/GSÍ Birgir Leifur lauk leik rétt í þessu á þriðja leikdegi á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á tveimur höggum undir pari og alls átta höggum undir pari að þremur dögum loknum. Um er að ræða annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi en Birgir Leifur komst beint inn á annað stig mótsins vegna árangurs síns á Áskorendamótaröð Evrópu í ár. Birgir Leifur deildi fimmta sæti fyrir þriðja hringinn á sex höggum undir pari en hann náði sér ekki jafn vel á strik á öðrum leikdegi eftir að hafa leikið á fimm höggum undir pari á fyrsta degi. Birgir hóf hringinn í dag vel en hann fékk tvo fugla á fyrstu þremur holunum og alls þrjá fugla og einn skolla á fyrri níu holunum. Birgir hóf seinni níu holurnar vel, krækti í tvo fugla á fyrstu fimm holunum og einn skolla en fékk annan skolla á 17. holu og lauk seinni níu holum dagsins á pari. Takist Birgi að komast áfram á mótinu á morgun fær hann keppnisrétt á lokaúrtökumótinu sem fer fram þann 14-19. nóvember næstkomandi á Spáni. Birgir Leifur hefur í tvígang komist inn á Evrópumótaröðina sem er næst sterkasta atvinnumannamótaröð heimsins á eftir PGA-mótaröðinni. Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur lauk leik rétt í þessu á þriðja leikdegi á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á tveimur höggum undir pari og alls átta höggum undir pari að þremur dögum loknum. Um er að ræða annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi en Birgir Leifur komst beint inn á annað stig mótsins vegna árangurs síns á Áskorendamótaröð Evrópu í ár. Birgir Leifur deildi fimmta sæti fyrir þriðja hringinn á sex höggum undir pari en hann náði sér ekki jafn vel á strik á öðrum leikdegi eftir að hafa leikið á fimm höggum undir pari á fyrsta degi. Birgir hóf hringinn í dag vel en hann fékk tvo fugla á fyrstu þremur holunum og alls þrjá fugla og einn skolla á fyrri níu holunum. Birgir hóf seinni níu holurnar vel, krækti í tvo fugla á fyrstu fimm holunum og einn skolla en fékk annan skolla á 17. holu og lauk seinni níu holum dagsins á pari. Takist Birgi að komast áfram á mótinu á morgun fær hann keppnisrétt á lokaúrtökumótinu sem fer fram þann 14-19. nóvember næstkomandi á Spáni. Birgir Leifur hefur í tvígang komist inn á Evrópumótaröðina sem er næst sterkasta atvinnumannamótaröð heimsins á eftir PGA-mótaröðinni.
Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira