Við viljum fá ábyrgð, samfélagsins vegna Árni Þór Hlynsson skrifar 11. mars 2015 12:08 Í ár eru 25 ár liðin frá því að Félag bókhaldsstofa var stofnað af hugsjónamönnum sem sáu þörf á hagsmunasamtökum þeirra er starfa á sviði bókhalds, reiknings- og skattskila. Í dag eru félagsmenn um 80 talsins og rekur hver félagsmaður stofu með allt að 15 manns í vinnu. Áætla má að um 200 starfsgildi séu á stofum félagsmanna. Þá hefur og verið áætlað að a.m.k. 5-8 þúsund lögaðilar í landinu njóti bókhalds- og uppgjörsþjónustu félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa. Frá upphafi hafa markmið þessara hagsmunasamtaka verið þau að efla faglega þekkingu í stéttinni með kröfum um endurmenntun, samræmingu vinnubragða, veita félagsmönnum aðhald og vinna að bættri þjónustu félagsmanna við viðskiptavini sína, opinbera aðila og annarra er treysta á störf þeirra. Til að ná því markmiði sínu að auka faglega þekkingu hefur félagið haldið tvær ráðstefnur á ári; annars vegar stóra vetrarráðstefnu (sem eru að jafnaði tveir dagar), og hinsvegar haustráðstefnu (gjarnan einn til tveir dagar, eftir því sem stjórn félagsins telur þörf á). Þessu til viðbótar hafa verið haldin sjálfstæð námskeið. Morgunverðarfundir eru haldnir þriðja miðvikudag í mánuði. Á þessum fundum hittast félagsmenn og ræða saman, leita eftir ráðleggingum frá öðrum í faginu og læra þannig hver af öðrum. Einnig hafa hinir ýmsu gestir mætt á þessa fundi og haldið fyrirlestra. Félagsmenn hafa undirgengist að stunda endurmenntun sem er mæld samkvæmt ákveðnu stigakerfi; með því að mæta á ráðstefnu og/eða morgunverðarfundi safna félagsmenn stigum. Meðal hagsmunamála sem félagsmenn hafa barist fyrir er að tryggja tilurð skoðunarmanna í lögum um ársreikninga. Árin 2009 og 2010 voru lögð fram frumvörp á Alþingi sem lögðu til svo gott sem útþurrkun á nærri allri ábyrgð þeirra er vinna ársreikninga fyrir stóran hluta fyrirtækja í landinu. Í núgildandi lögum segir um skoðunarmenn (fyrir m.a. tilstilli félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa) að þeir skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi. Þeir skulu hafa þá reynslu í bókhaldi og viðskiptaháttum sem með hliðsjón af starfsemi og stærð félagsins er nauðsynleg til rækslu starfans. Þá gilda sömu óhæðisskilyrði um skoðunarmenn og endurskoðendur. Þá samdi félagið við tryggingafélögin í landinu um atvinnurekstrartryggingu til handa félagsmönnum, fyrst fagstétta sem ekki hafa löggildingu. Slíkt þótti mjög mikilvært gagnvart umbjóðendum okkar, fyrirtækjum í landinu. Félagsmenn hafa lengi barist fyrir því að breytingar verði gerðar á lögum um ársreikninga, þannig að löggilt millistig milli bókara og endurskoðenda verði tekið upp á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í löggjöf landa sem við kjósum gjarnan að bera okkur saman við, t.d. í Noregi. Með þessu móti mætti tryggja aðgreiningu starfa, þ.e.a.s. sami maður skal ekki semja reikningsskil fyrirtækja og endurskoða síðan sömu (eigin) reikningsskil. Með því að löggilda reikningsskilamenn/skattskilamenn mætti skylda félög yfir tilteknum veltumörkum, t.d. 10 milljónum, til að láta endurskoðendur eða reikningsskilamenn staðfesta skattframtöl þeirra og ársreikninga, gegn ábyrgð. Með þessu móti ynnist tvennt; Reikningsskil félaga í landinu yrðu mun áreiðanlegri en nú er og skattaeftirlit ríkisskattstjóra yrði í mun ríkari mæli forvirkt, með t.a.m. heimsóknum, prófunum og samvinnu, enda yrðu innsend gögn í formi skattframtala fyrirtækja vottuð af löggiltum aðilum. Með þessu móti mætti ætla að með tímanum næðist að lágmarka svarta atvinnustarfsemi og auka tekjustofna ríkisins. Hér er því er um þjóðþrifamál að ræða.Höfundur er formaður félags bókhaldsstofa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Í ár eru 25 ár liðin frá því að Félag bókhaldsstofa var stofnað af hugsjónamönnum sem sáu þörf á hagsmunasamtökum þeirra er starfa á sviði bókhalds, reiknings- og skattskila. Í dag eru félagsmenn um 80 talsins og rekur hver félagsmaður stofu með allt að 15 manns í vinnu. Áætla má að um 200 starfsgildi séu á stofum félagsmanna. Þá hefur og verið áætlað að a.m.k. 5-8 þúsund lögaðilar í landinu njóti bókhalds- og uppgjörsþjónustu félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa. Frá upphafi hafa markmið þessara hagsmunasamtaka verið þau að efla faglega þekkingu í stéttinni með kröfum um endurmenntun, samræmingu vinnubragða, veita félagsmönnum aðhald og vinna að bættri þjónustu félagsmanna við viðskiptavini sína, opinbera aðila og annarra er treysta á störf þeirra. Til að ná því markmiði sínu að auka faglega þekkingu hefur félagið haldið tvær ráðstefnur á ári; annars vegar stóra vetrarráðstefnu (sem eru að jafnaði tveir dagar), og hinsvegar haustráðstefnu (gjarnan einn til tveir dagar, eftir því sem stjórn félagsins telur þörf á). Þessu til viðbótar hafa verið haldin sjálfstæð námskeið. Morgunverðarfundir eru haldnir þriðja miðvikudag í mánuði. Á þessum fundum hittast félagsmenn og ræða saman, leita eftir ráðleggingum frá öðrum í faginu og læra þannig hver af öðrum. Einnig hafa hinir ýmsu gestir mætt á þessa fundi og haldið fyrirlestra. Félagsmenn hafa undirgengist að stunda endurmenntun sem er mæld samkvæmt ákveðnu stigakerfi; með því að mæta á ráðstefnu og/eða morgunverðarfundi safna félagsmenn stigum. Meðal hagsmunamála sem félagsmenn hafa barist fyrir er að tryggja tilurð skoðunarmanna í lögum um ársreikninga. Árin 2009 og 2010 voru lögð fram frumvörp á Alþingi sem lögðu til svo gott sem útþurrkun á nærri allri ábyrgð þeirra er vinna ársreikninga fyrir stóran hluta fyrirtækja í landinu. Í núgildandi lögum segir um skoðunarmenn (fyrir m.a. tilstilli félagsmanna í Félagi bókhaldsstofa) að þeir skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi. Þeir skulu hafa þá reynslu í bókhaldi og viðskiptaháttum sem með hliðsjón af starfsemi og stærð félagsins er nauðsynleg til rækslu starfans. Þá gilda sömu óhæðisskilyrði um skoðunarmenn og endurskoðendur. Þá samdi félagið við tryggingafélögin í landinu um atvinnurekstrartryggingu til handa félagsmönnum, fyrst fagstétta sem ekki hafa löggildingu. Slíkt þótti mjög mikilvært gagnvart umbjóðendum okkar, fyrirtækjum í landinu. Félagsmenn hafa lengi barist fyrir því að breytingar verði gerðar á lögum um ársreikninga, þannig að löggilt millistig milli bókara og endurskoðenda verði tekið upp á Íslandi. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í löggjöf landa sem við kjósum gjarnan að bera okkur saman við, t.d. í Noregi. Með þessu móti mætti tryggja aðgreiningu starfa, þ.e.a.s. sami maður skal ekki semja reikningsskil fyrirtækja og endurskoða síðan sömu (eigin) reikningsskil. Með því að löggilda reikningsskilamenn/skattskilamenn mætti skylda félög yfir tilteknum veltumörkum, t.d. 10 milljónum, til að láta endurskoðendur eða reikningsskilamenn staðfesta skattframtöl þeirra og ársreikninga, gegn ábyrgð. Með þessu móti ynnist tvennt; Reikningsskil félaga í landinu yrðu mun áreiðanlegri en nú er og skattaeftirlit ríkisskattstjóra yrði í mun ríkari mæli forvirkt, með t.a.m. heimsóknum, prófunum og samvinnu, enda yrðu innsend gögn í formi skattframtala fyrirtækja vottuð af löggiltum aðilum. Með þessu móti mætti ætla að með tímanum næðist að lágmarka svarta atvinnustarfsemi og auka tekjustofna ríkisins. Hér er því er um þjóðþrifamál að ræða.Höfundur er formaður félags bókhaldsstofa.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar