Innlent

Biðja um hjálp við að bera kennsl á konuna

Samúel Karl Ólason skrifar
Lík konunnar fannst í fjörunni við Sólfarið.
Lík konunnar fannst í fjörunni við Sólfarið. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að bera kennsl á konu í kringum sextugt, sem fannst látin í sjónum við Sæbraut í Reykjavík í gærmorgun. Konan er um 165 sm á hæð, u.þ.b. 80 kg og með ljóst, stutt hár. Hún var með gyllt armband á úlnlið (vinstri) og á hægra fæti (rist) er áberandi ör.

Þeir sem kunna að geta gefið upplýsingar um konuna eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000.

Lík konunnar fannst við Sólfarið við Sæbraut á tíunda tímanum í gærmorgun. Ekki er talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Talið var að hún hefði látist innan við sólarhring áður en hún fannst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×