Efnilegasta tennisfólk landsins leiðbeindu nemendum og leiddu leiki með þeim ásamt starfsmönnum skólans en þessi heimsókn er orðin árlegur viðburður.
Krökkunum er sérstaklega boðið í tilefni dagsins, og honum var síðan varið í þeirra þágu með alls kyns skemmtan.
Í lokin voru veitingar í boði Tennissambandsins, sem að auki gaf skólanum gjafir, nýstárleg leiktæki og konfekt.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins mætti á staðinn og náði þessum myndum hér fyrir neðan.







