Fyrsti eða annar flokkur? Skjóðan skrifar 11. mars 2015 12:00 Sex og hálfuári eftir að bankarnir þrír féllu er samfélagið ekki búið að vinna sig út úr hruninu og því þrotabúsástandi sem fylgdi í kjölfarið. Slitabú gömlu bankanna eru óuppgerð og hillir ekki einu sinni undir uppgjör. Slitastjórn Glitnis hefur t.a.m. sett sér rekstraráætlun fram til ársins 2019, sem bendir til að á þeim bænum búast menn við að sitja við kjötkatlana í mörg ár enn. Talað er um að aflétta fjármagnshöftum en ljóst er að þeim verður ekki aflétt nema að hluta á meðan krónan er okkar mynt. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir inni í haftakerfi eins og aðrir. Afleiðingarnar af því geta orðið geigvænlegar. Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna nemur u.þ.b. 120-150 milljörðum á ári og í höftum fá þeir ekki að fjárfesta annars staðar en á Íslandi. Seðlabankinn hefur búið til hjáleiðir fyrir sjóðina. Þannig var Icelandair á síðasta ári heimilað að gefa út skuldabréf í erlendri mynt til að selja fyrir krónur hér innanlands. Þessi bréf verða endurgreidd í gjaldeyri og jafngilda því erlendri fjárfestingu hjá kaupendum, sem eru fyrst og fremst íslensku lífeyrissjóðirnir. Svona einstakar hjáleiðir duga hins vegar ekki lífeyrissjóðunum. Umhverfið í heild sinni verður að vera viðunandi. Megnið af fjárfestingum lífeyrissjóðanna fer því inn á íslenska markaðinn. Þessa sér merki á miklum hækkunum á hlutabréfamarkaði og fasteignamarkaði. Þó þarf ekki að efa að lífeyrissjóðirnir fara eins varlega í fjárfestingar hér innanlands og kostur er. Stjórnendum þeirra er ljós sú hætta sem sjóðunum stafar af ofhitnun íslensks verðbréfamarkaðar. Í höftum geta lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar ekki stundað eðlilega áhættudreifingu á eignasafni sínu. Til lengdar hefur slíkt neikvæð áhrif á ávöxtun þeirra og þar með þjóðarhag. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir geta ekki hámarkað ávöxtun sína til lengri tíma og lágmarkað áhættu nema allar fjármagnshömlur hverfi, sem mun ekki gerast á meðan íslenska krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir þurfa á því að halda að Ísland verði hluti af stóru myntsvæði. Ríkisstjórnin vill halda í krónuna. Þetta er fátæktarstefna sem dregur úr lífskjörum fólks og skerðir afkomu fyrirtækja annarra en útflutningsfyrirtækja, sem hvort eð er hafa sínar tekjur, og skuldir eru í erlendri mynt. Venjuleg atvinnufyrirtæki og almenningur í landinu eiga ekki sama láni að fagna. Séum við Íslendingar sáttir við að vera annars flokks dugar krónan okkur vel áfram en ef við viljum komast í fyrsta flokk verðum við að losa okkur undan krónunni og gerast þátttakendur í stærra myntsvæði. Þetta er ekki flókið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira
Sex og hálfuári eftir að bankarnir þrír féllu er samfélagið ekki búið að vinna sig út úr hruninu og því þrotabúsástandi sem fylgdi í kjölfarið. Slitabú gömlu bankanna eru óuppgerð og hillir ekki einu sinni undir uppgjör. Slitastjórn Glitnis hefur t.a.m. sett sér rekstraráætlun fram til ársins 2019, sem bendir til að á þeim bænum búast menn við að sitja við kjötkatlana í mörg ár enn. Talað er um að aflétta fjármagnshöftum en ljóst er að þeim verður ekki aflétt nema að hluta á meðan krónan er okkar mynt. Lífeyrissjóðirnir eru lokaðir inni í haftakerfi eins og aðrir. Afleiðingarnar af því geta orðið geigvænlegar. Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna nemur u.þ.b. 120-150 milljörðum á ári og í höftum fá þeir ekki að fjárfesta annars staðar en á Íslandi. Seðlabankinn hefur búið til hjáleiðir fyrir sjóðina. Þannig var Icelandair á síðasta ári heimilað að gefa út skuldabréf í erlendri mynt til að selja fyrir krónur hér innanlands. Þessi bréf verða endurgreidd í gjaldeyri og jafngilda því erlendri fjárfestingu hjá kaupendum, sem eru fyrst og fremst íslensku lífeyrissjóðirnir. Svona einstakar hjáleiðir duga hins vegar ekki lífeyrissjóðunum. Umhverfið í heild sinni verður að vera viðunandi. Megnið af fjárfestingum lífeyrissjóðanna fer því inn á íslenska markaðinn. Þessa sér merki á miklum hækkunum á hlutabréfamarkaði og fasteignamarkaði. Þó þarf ekki að efa að lífeyrissjóðirnir fara eins varlega í fjárfestingar hér innanlands og kostur er. Stjórnendum þeirra er ljós sú hætta sem sjóðunum stafar af ofhitnun íslensks verðbréfamarkaðar. Í höftum geta lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar ekki stundað eðlilega áhættudreifingu á eignasafni sínu. Til lengdar hefur slíkt neikvæð áhrif á ávöxtun þeirra og þar með þjóðarhag. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir geta ekki hámarkað ávöxtun sína til lengri tíma og lágmarkað áhættu nema allar fjármagnshömlur hverfi, sem mun ekki gerast á meðan íslenska krónan er gjaldmiðill þjóðarinnar. Lífeyrissjóðirnir þurfa á því að halda að Ísland verði hluti af stóru myntsvæði. Ríkisstjórnin vill halda í krónuna. Þetta er fátæktarstefna sem dregur úr lífskjörum fólks og skerðir afkomu fyrirtækja annarra en útflutningsfyrirtækja, sem hvort eð er hafa sínar tekjur, og skuldir eru í erlendri mynt. Venjuleg atvinnufyrirtæki og almenningur í landinu eiga ekki sama láni að fagna. Séum við Íslendingar sáttir við að vera annars flokks dugar krónan okkur vel áfram en ef við viljum komast í fyrsta flokk verðum við að losa okkur undan krónunni og gerast þátttakendur í stærra myntsvæði. Þetta er ekki flókið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Sjá meira