Hönnun Reykjavík Letterpress hjá IKEA 3. mars 2015 09:29 Þær Ólöf og Hildur hjá Reykjavík Letterpress trúa því að þetta tækifæri opni fyrir þeim einhverjar dyr.Fréttablaðið/Ernir Vísir Íslenska fyrirtækið Reykjavík Letterpress var fengið til þess að hanna línu fyrir sænska húsgagnarisann IKEA. „Þetta er bara rosalega spennandi. Við gerðum okkur engan veginn grein fyrir hvaða þýðingu þetta myndi hafa,“ segir Ólöf Birna Garðarsdóttir, eigandi og hönnuður Reykjavík Letterpress ásamt Hildi Sigurðardóttur. „Hún Sigga Heimis, sem hefur verið hönnuður fyrir IKEA, vissi af okkur og benti á okkur,“ segir Ólöf. Verkefnið er hluti af nýrri hugmyndafræði hjá IKEA þar sem ætlunin er að vera með hliðarvörulínur til viðbótar við þær sem fyrir eru. „Þemað í ár er matur og allt sem honum tengist og hvernig við getum gert fallegt hjá okkur í kringum matmálstíma,“ segir Ólöf. Línan sem þær hönnuðu samanstendur af límmiðum, merkimiðum, bréfpokum og slíku. „Okkar verkefni var að upphugsa alls kyns merkingar og lausnir fyrir fólk sem vill nýta árstíðabundna uppskeru og hvernig fallegt væri að geyma og merkja. Það er fátt gleðilegra en að fá heimalagað góðgæti í fallegu íláti og merkimiðarnir frá okkur auðvelda að skreyta heimaframleiðsluna,“ segir hún. Línan er væntanleg í allar verslanir IKEA í júlí eða ágúst á þessu ári. „Venjulega tekur svona hönnunar- og framleiðsluferli nýrrar vöru í kringum þrjú ár, en þessar nýju lífsstílsvörulínur eru með mun styttri framleiðslutíma og eru ekki í sölu í nema 4-6 vikur. Það verður því skemmtilegt fyrir viðskiptavinina að fá eitthvað nýtt og ferskt í bland við það sem hefur lifað af margra ára veru í búðunum,“ bætir Ólöf við. Hún segir tækifæri sem þetta vera ómetanlegt. „Vonandi eigum við eftir að vinna fleiri skemmtileg verkefni með þeim hjá IKEA. Við trúum því að þetta opni fyrir okkur einhverjar dyr.“ Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Reykjavík Letterpress var fengið til þess að hanna línu fyrir sænska húsgagnarisann IKEA. „Þetta er bara rosalega spennandi. Við gerðum okkur engan veginn grein fyrir hvaða þýðingu þetta myndi hafa,“ segir Ólöf Birna Garðarsdóttir, eigandi og hönnuður Reykjavík Letterpress ásamt Hildi Sigurðardóttur. „Hún Sigga Heimis, sem hefur verið hönnuður fyrir IKEA, vissi af okkur og benti á okkur,“ segir Ólöf. Verkefnið er hluti af nýrri hugmyndafræði hjá IKEA þar sem ætlunin er að vera með hliðarvörulínur til viðbótar við þær sem fyrir eru. „Þemað í ár er matur og allt sem honum tengist og hvernig við getum gert fallegt hjá okkur í kringum matmálstíma,“ segir Ólöf. Línan sem þær hönnuðu samanstendur af límmiðum, merkimiðum, bréfpokum og slíku. „Okkar verkefni var að upphugsa alls kyns merkingar og lausnir fyrir fólk sem vill nýta árstíðabundna uppskeru og hvernig fallegt væri að geyma og merkja. Það er fátt gleðilegra en að fá heimalagað góðgæti í fallegu íláti og merkimiðarnir frá okkur auðvelda að skreyta heimaframleiðsluna,“ segir hún. Línan er væntanleg í allar verslanir IKEA í júlí eða ágúst á þessu ári. „Venjulega tekur svona hönnunar- og framleiðsluferli nýrrar vöru í kringum þrjú ár, en þessar nýju lífsstílsvörulínur eru með mun styttri framleiðslutíma og eru ekki í sölu í nema 4-6 vikur. Það verður því skemmtilegt fyrir viðskiptavinina að fá eitthvað nýtt og ferskt í bland við það sem hefur lifað af margra ára veru í búðunum,“ bætir Ólöf við. Hún segir tækifæri sem þetta vera ómetanlegt. „Vonandi eigum við eftir að vinna fleiri skemmtileg verkefni með þeim hjá IKEA. Við trúum því að þetta opni fyrir okkur einhverjar dyr.“
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira