Hugmyndir Hitlers lifa enn sínu lífi Magnús Guðmundsson skrifar 3. mars 2015 12:00 BÓKMENNTIR: Aftur á kreik Höfundur: timur vermes Þýðing: Bjarni Jónsson Vaka-Helgafell Í vikunni barst sú frétt frá Þýskalandi að til stæði að endurútgefa í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar Mein Kampf eftir Adolf Hitler, þar sem höfundur fléttar saman sjálfsævisögulegum viðburðum við hugmyndafræði nasismans. Hvort að það hafi eitthvað að gera með bók Timur Vermes, Aftur á kreik, skal ósagt látið en hitt er fullvíst að hugmyndafræði Hitlers lifir því miður enn sínu illgjarna lífi víða um heim. Í bók Vermers ber það til tíðinda að Adolf Hitler vaknar í almenningsgarði í Berlín árið 2011. Hann er klæddur einkennisbúningi sínum og flestir sem á vegi hans verða telja að þarna sé fádæma snjall satíruleikari á ferð. Eins og fyrr þá finnur Adolf Hitler sér farveg með því að tala til hins almenna Þjóðverja og rétt sem fyrr rís hann innan samfélagsins sem hálfgerður brandari sem höfðar til þess sem margur hugsar en enginn segir í samfélagi þar sem á móti blæs. Fljótlega finnur Hitler boðskap sínum farveg í skemmtiþætti í sjónvarpi og rétt eins og í Mein Kampf má segja að hér fléttist saman ævi manns og boðskapur. Sögumaður Aftur á kreik er Adolf Hitler sjálfur og í því felast bæði kostir og gallar. Það er óneitanlega bráðskemmtilegt að fylgjast með tilburðum hans við að fóta sig í nútímanum og vissulega tekst Vermes að draga upp einkar sannfærandi mynd af þessum morðóða einræðisherra. Á hinn bóginn þá verða þessar nasísku predikanir aðalpersónunnar á stundum dálítið þreytandi. Aðrar persónur líða líka aðeins fyrir þetta og það reynist Vermes erfitt að draga upp áhugaverðar aukapersónur sem búa yfir tilfinningalegri dýpt. Það er helst að móti fyrir manneskjum í herra Sawatzki og ungfrú Krömeier, samverkafólki Hitlers, en þar sem Hitler er samkenndin um megn reynist Vermes einnig erfitt að draga upp sannfærandi einstaklinga af holdi og blóði. Helst er þó að vel takist til í frásögn ungfrú Krömeier af ömmu sinni og fjölskyldu hennar sem varð nasismanum að bráð. Styrkur Aftur á kreik liggur í þessari snilldarhugmynd, að láta Adolf Hitler vakna til lífsins í samtímanum, og þessi styrkur er mikill. Slæmu fréttirnar eru að hugmyndir hans, hatur og fordómar lifa raunverulega góðu lífi og vex víða fiskur um hrygg um Evrópu alla og efalítið víðar. Aftur á kreik er sterk háðsádeila sem á við okkur brýnt erindi. Hugmyndafræði nasismans á sér víða hljómgrunn í samtímanum, ekki síst þegar á móti blæs í efnahags- og velferðarmálum álfunnar og það eitt og sér að líkamna þessa vaxandi tilhneigingu útlendingahaturs, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju nasismans setur bók Vermes í samhengi við fréttir dagsins í dag og heimsmynd framtíðarinnar. Aftur á kreik er bráðfyndin háðsádeila sem spilar á siðferðiskennd og samvisku lesandans. Það er undarleg tilfinning að sitja með bók í hönd í sófanum heima, hlæja og skemmta sér yfir ævintýrum Adolf Hitlers í samtímanum. Að flissa að vexti hans og viðgangi í veröld lágkúrulegs skemmtiefnis í sjónvarpinu og á internetinu. Þýðing Bjarna Jónssonar er einkar vel unnin með sterkri tilfinningu fyrir þeim blæbrigðum sem myndast við þann kynslóða- og hugmyndafræðilega mun sem er óhjákvæmilega á milli lesanda og sögumanns.Niðurstaða:Aftur á kreik er skemmtileg háðsádeila með brýnt erindi sem hreyfir við lesandanum og vekur margfalt fleiri spurningar en hún svarar. Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
BÓKMENNTIR: Aftur á kreik Höfundur: timur vermes Þýðing: Bjarni Jónsson Vaka-Helgafell Í vikunni barst sú frétt frá Þýskalandi að til stæði að endurútgefa í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldar Mein Kampf eftir Adolf Hitler, þar sem höfundur fléttar saman sjálfsævisögulegum viðburðum við hugmyndafræði nasismans. Hvort að það hafi eitthvað að gera með bók Timur Vermes, Aftur á kreik, skal ósagt látið en hitt er fullvíst að hugmyndafræði Hitlers lifir því miður enn sínu illgjarna lífi víða um heim. Í bók Vermers ber það til tíðinda að Adolf Hitler vaknar í almenningsgarði í Berlín árið 2011. Hann er klæddur einkennisbúningi sínum og flestir sem á vegi hans verða telja að þarna sé fádæma snjall satíruleikari á ferð. Eins og fyrr þá finnur Adolf Hitler sér farveg með því að tala til hins almenna Þjóðverja og rétt sem fyrr rís hann innan samfélagsins sem hálfgerður brandari sem höfðar til þess sem margur hugsar en enginn segir í samfélagi þar sem á móti blæs. Fljótlega finnur Hitler boðskap sínum farveg í skemmtiþætti í sjónvarpi og rétt eins og í Mein Kampf má segja að hér fléttist saman ævi manns og boðskapur. Sögumaður Aftur á kreik er Adolf Hitler sjálfur og í því felast bæði kostir og gallar. Það er óneitanlega bráðskemmtilegt að fylgjast með tilburðum hans við að fóta sig í nútímanum og vissulega tekst Vermes að draga upp einkar sannfærandi mynd af þessum morðóða einræðisherra. Á hinn bóginn þá verða þessar nasísku predikanir aðalpersónunnar á stundum dálítið þreytandi. Aðrar persónur líða líka aðeins fyrir þetta og það reynist Vermes erfitt að draga upp áhugaverðar aukapersónur sem búa yfir tilfinningalegri dýpt. Það er helst að móti fyrir manneskjum í herra Sawatzki og ungfrú Krömeier, samverkafólki Hitlers, en þar sem Hitler er samkenndin um megn reynist Vermes einnig erfitt að draga upp sannfærandi einstaklinga af holdi og blóði. Helst er þó að vel takist til í frásögn ungfrú Krömeier af ömmu sinni og fjölskyldu hennar sem varð nasismanum að bráð. Styrkur Aftur á kreik liggur í þessari snilldarhugmynd, að láta Adolf Hitler vakna til lífsins í samtímanum, og þessi styrkur er mikill. Slæmu fréttirnar eru að hugmyndir hans, hatur og fordómar lifa raunverulega góðu lífi og vex víða fiskur um hrygg um Evrópu alla og efalítið víðar. Aftur á kreik er sterk háðsádeila sem á við okkur brýnt erindi. Hugmyndafræði nasismans á sér víða hljómgrunn í samtímanum, ekki síst þegar á móti blæs í efnahags- og velferðarmálum álfunnar og það eitt og sér að líkamna þessa vaxandi tilhneigingu útlendingahaturs, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju nasismans setur bók Vermes í samhengi við fréttir dagsins í dag og heimsmynd framtíðarinnar. Aftur á kreik er bráðfyndin háðsádeila sem spilar á siðferðiskennd og samvisku lesandans. Það er undarleg tilfinning að sitja með bók í hönd í sófanum heima, hlæja og skemmta sér yfir ævintýrum Adolf Hitlers í samtímanum. Að flissa að vexti hans og viðgangi í veröld lágkúrulegs skemmtiefnis í sjónvarpinu og á internetinu. Þýðing Bjarna Jónssonar er einkar vel unnin með sterkri tilfinningu fyrir þeim blæbrigðum sem myndast við þann kynslóða- og hugmyndafræðilega mun sem er óhjákvæmilega á milli lesanda og sögumanns.Niðurstaða:Aftur á kreik er skemmtileg háðsádeila með brýnt erindi sem hreyfir við lesandanum og vekur margfalt fleiri spurningar en hún svarar.
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira