Leggja fram tillögu um hinsegin fræðslu í Árborg Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2015 23:22 Eggert Valur Guðmundsson er oddviti Samfylkingarinnar í Árborg. Vísir/Pjetur Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Bjartrar framtíðar í Árborg ætla að leggja fram tillögu um eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. „Hugmyndinafræðin á bak við þetta er ekkert ósvipuð því og var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar, í samtali við Vísi um málið en þar vísar hann til samþykktar bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar frá því í apríl um að efla hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins.Sjá einnig: Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu Eggert Valur segir að vísað sé til þess í tillögunni, sem lögð verður fram á miðvikudag, að leitað verði til Samtakanna 78 um hvernig best sé að standa að hinsegin fræðslunni. „Ég vonast til að það verði vel tekið í tillöguna og henni verði vísað til fræðslunefndar til nánari útfærslu. Ég veit ekki hvort afgreiðslan verður eins og í Hafnarfirði. Við erum í minnihluta í bæjarstjórn og vonum að það verði vel tekið í þetta,“ segir Eggert. „Ég á ekki von á miklum átökum í tengslum við þetta. Það er ekkert í spilunum sem segir að það verði það,“ segir Eggert. Hann segir bæjarfulltrúa Samfylkingar og Bjartrar framtíðar telja þessa fræðslu góða fyrir sveitarfélagið. „Okkur finnst það, með hvaða hætti það verður gert eigum við eftir að vinna enda erum við bara að leggja það til að þetta veðri lagt inn í kerfið og útfært af fræðslunefnd.“ Níu fulltrúar mynda bæjarstjórn Árborgar en þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta. Samfylkingin er með tvo fulltrúa, Framsóknarflokkurinn einn og Björt framtíð einn. Tengdar fréttir Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27 Hinseginfræðsla í Hafnarfirði Hafnarfjörður verður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu 15. apríl 2015 20:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Bjartrar framtíðar í Árborg ætla að leggja fram tillögu um eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. „Hugmyndinafræðin á bak við þetta er ekkert ósvipuð því og var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar,“ segir Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar, í samtali við Vísi um málið en þar vísar hann til samþykktar bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar frá því í apríl um að efla hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins.Sjá einnig: Vill útskýra hinsegin fræðslu fyrir hlustendum Útvarps Sögu Eggert Valur segir að vísað sé til þess í tillögunni, sem lögð verður fram á miðvikudag, að leitað verði til Samtakanna 78 um hvernig best sé að standa að hinsegin fræðslunni. „Ég vonast til að það verði vel tekið í tillöguna og henni verði vísað til fræðslunefndar til nánari útfærslu. Ég veit ekki hvort afgreiðslan verður eins og í Hafnarfirði. Við erum í minnihluta í bæjarstjórn og vonum að það verði vel tekið í þetta,“ segir Eggert. „Ég á ekki von á miklum átökum í tengslum við þetta. Það er ekkert í spilunum sem segir að það verði það,“ segir Eggert. Hann segir bæjarfulltrúa Samfylkingar og Bjartrar framtíðar telja þessa fræðslu góða fyrir sveitarfélagið. „Okkur finnst það, með hvaða hætti það verður gert eigum við eftir að vinna enda erum við bara að leggja það til að þetta veðri lagt inn í kerfið og útfært af fræðslunefnd.“ Níu fulltrúar mynda bæjarstjórn Árborgar en þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta. Samfylkingin er með tvo fulltrúa, Framsóknarflokkurinn einn og Björt framtíð einn.
Tengdar fréttir Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27 Hinseginfræðsla í Hafnarfirði Hafnarfjörður verður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu 15. apríl 2015 20:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Vill sjá ríkissaksóknara í fangelsi fyrir að taka þátt í Gleðigöngunni Það fóru fram fjörugar umræður á Útvarpi Sögu í dag. 22. apríl 2015 18:27
Hinseginfræðsla í Hafnarfirði Hafnarfjörður verður fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem mun bjóða nemendum grunnskóla upp á hinseginfræðslu 15. apríl 2015 20:42