Ronaldo gefur milljarð til hjálparstarfsins í Nepal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2015 08:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo, besti knattspyrnumaður heims undanfarin tvö ár, er rausnarlegur maður en hann hefur ákveðið að gefa meira en einn milljarð íslenskra króna til hjálparstarfs í Nepal. Jarðskjálftinn í Nepal á dögunum hafði gríðarlegar afleiðingar en átta þúsund eru látnir og 20 þúsund slasaðir. Þetta er mannskæðasti jarðskjálftinn í landinu í meira en 80 ár. Peningarnir, sjö milljónir evra, fara til góðgerðarstofnunarinnar "Save the Children" en þeir eru eyrnamerktir björgunarstarfinu í Nepal. Það var franska blaðið So Foot sem hefur heimildir fyrir þessu. Cristiano Ronaldo er með um 2,7 milljarða í árslaun og hann var því að gefa rúmlega þriðjung af árslaunum sínum. Cristiano Ronaldo hefur yfir hundrað milljón fylgjendur á fésbókinni og hann biðlaði líka til þeirra að gefa líka til hjálparstarfsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Cristiano Ronaldo lætur gott af sér leiða og hann hefur í gegnum tíðina einnig unnið með bæði UNICEF og World Vision. Þetta er stór vika fyrir Cristiano Ronaldo og félaga hans í Real Madrid því á miðjuvikudaginn taka þeir á móti Juventus í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Juventus vann fyrri leikinn 2-1. Fótbolti Hjálparstarf Íslenski boltinn Jarðskjálfti í Nepal Meistaradeild Evrópu Nepal Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira
Cristiano Ronaldo, besti knattspyrnumaður heims undanfarin tvö ár, er rausnarlegur maður en hann hefur ákveðið að gefa meira en einn milljarð íslenskra króna til hjálparstarfs í Nepal. Jarðskjálftinn í Nepal á dögunum hafði gríðarlegar afleiðingar en átta þúsund eru látnir og 20 þúsund slasaðir. Þetta er mannskæðasti jarðskjálftinn í landinu í meira en 80 ár. Peningarnir, sjö milljónir evra, fara til góðgerðarstofnunarinnar "Save the Children" en þeir eru eyrnamerktir björgunarstarfinu í Nepal. Það var franska blaðið So Foot sem hefur heimildir fyrir þessu. Cristiano Ronaldo er með um 2,7 milljarða í árslaun og hann var því að gefa rúmlega þriðjung af árslaunum sínum. Cristiano Ronaldo hefur yfir hundrað milljón fylgjendur á fésbókinni og hann biðlaði líka til þeirra að gefa líka til hjálparstarfsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Cristiano Ronaldo lætur gott af sér leiða og hann hefur í gegnum tíðina einnig unnið með bæði UNICEF og World Vision. Þetta er stór vika fyrir Cristiano Ronaldo og félaga hans í Real Madrid því á miðjuvikudaginn taka þeir á móti Juventus í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Juventus vann fyrri leikinn 2-1.
Fótbolti Hjálparstarf Íslenski boltinn Jarðskjálfti í Nepal Meistaradeild Evrópu Nepal Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Sjá meira