Við hugsum of lítið Magnús Guðmundsson skrifar 1. maí 2015 12:30 Stefán Jónsson leikari snýr aftur á fjalirnar í Endatafli Becketts eftir tíu ára hlé. Visir/GVA Aðdáendur írska skáldsins Samuels Beckett hafa ástæðu til þess að gleðjast þessa dagana. Leikritið Endatafl, eitt af helstu verkum skáldsins og leikbókmennta síðustu aldar, verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld. Uppfærslan er hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík sem hefst formlega seinna í þessum mánuði. Stefán Jónsson leikari er á meðal þeirra sem stíga á fjalirnar í kvöld ásamt þeim Þorsteini Bachmann, Þór Tulinius og Hörpu Arnardóttir í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Stefán hefur reyndar ekki leikið á sviði í ein tíu ár en hann segir að það hafi ekki verið nein meðvituð ákvörðun. „Nei, þetta æxlaðist bara svona. Leikstjórn og kennsla tóku yfir lífið og tíminn til æfinga hvarf. Ég hef þó bleytt í leikaranum af og til í sjónvarpi og kvikmyndum og svo er ég í raun leikandi allan daginn í kennslu, enda leikara-leikstjóri eins og það er kallað.“ Stefán segir að það hafi vissulega komið einhver tilboð á þessum tíu árum en hann bara ekki stokkið. „En nú bara passaði þetta og Kristín leikstjóri var svo liðleg og henni var svo mikið í mun að fá mig til liðs við sig að þetta var kjörið tækifæri. Þetta er líka svo stórkostlegt verk og hlutverkið afmarkað. Það er líka svo yndislegt fólk þarna innanborðs, kærir vinir og uppáhaldsleikarar, þannig að þetta er fallegt og rétt. Svo er líka gott að koma og fá að vera án ábyrgðar og láta segja sér fyrir verkum. Það er frábært að vinna með Kristínu og svo hefur Sigurður Pálsson, eiginmaður hennar, líka verið að koma að þessu sem dramatúrg. Ég hef þekkt þau hjón í mörg ár og þau eru einstaklega nærandi og góður félagsskapur.“ Verk Becketts þykja mörgum vera mikil áskorun, jafnt leikurum sem áhorfendum, en Stefán segist alltaf hafa heillast af verkum hans. „Beckett nær með svo einstökum hætti yfir fáránleika tilvistarinnar. Texti og kringumstæður eru á einhvern hátt svo raunverulegar og mannlegar í senn. Textinn er allur svo nákvæmur og meitlaður að maður finnur vel hvernig legið hefur verið yfir hverju einasta orði og nostrað við hvert smáatriði. Mennskan er yfirþyrmandi í verkum Becketts og allt sem hann var að takast á við á sínum tíma á ekki síður við í dag. Líkast til vegna þess að okkur mönnunum virðist fyrirmunað að læra af reynslunni. Beckett gerir kröfur til áhorfenda. Það þarf að gefa sér tíma og hugsa og spegla sig í listinni. Heimurinn er eins og hann er af því að við hugsum of lítið og neytum of mikið – látum mata okkur hugsunarlaust. En Beckett krefst þess af þér að þú gerir meira, látir ekki undan þessu markaðsstýrða samfélagi og hugsir um mennskuna og það er hlutverk listarinnar.“ Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Aðdáendur írska skáldsins Samuels Beckett hafa ástæðu til þess að gleðjast þessa dagana. Leikritið Endatafl, eitt af helstu verkum skáldsins og leikbókmennta síðustu aldar, verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld. Uppfærslan er hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík sem hefst formlega seinna í þessum mánuði. Stefán Jónsson leikari er á meðal þeirra sem stíga á fjalirnar í kvöld ásamt þeim Þorsteini Bachmann, Þór Tulinius og Hörpu Arnardóttir í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Stefán hefur reyndar ekki leikið á sviði í ein tíu ár en hann segir að það hafi ekki verið nein meðvituð ákvörðun. „Nei, þetta æxlaðist bara svona. Leikstjórn og kennsla tóku yfir lífið og tíminn til æfinga hvarf. Ég hef þó bleytt í leikaranum af og til í sjónvarpi og kvikmyndum og svo er ég í raun leikandi allan daginn í kennslu, enda leikara-leikstjóri eins og það er kallað.“ Stefán segir að það hafi vissulega komið einhver tilboð á þessum tíu árum en hann bara ekki stokkið. „En nú bara passaði þetta og Kristín leikstjóri var svo liðleg og henni var svo mikið í mun að fá mig til liðs við sig að þetta var kjörið tækifæri. Þetta er líka svo stórkostlegt verk og hlutverkið afmarkað. Það er líka svo yndislegt fólk þarna innanborðs, kærir vinir og uppáhaldsleikarar, þannig að þetta er fallegt og rétt. Svo er líka gott að koma og fá að vera án ábyrgðar og láta segja sér fyrir verkum. Það er frábært að vinna með Kristínu og svo hefur Sigurður Pálsson, eiginmaður hennar, líka verið að koma að þessu sem dramatúrg. Ég hef þekkt þau hjón í mörg ár og þau eru einstaklega nærandi og góður félagsskapur.“ Verk Becketts þykja mörgum vera mikil áskorun, jafnt leikurum sem áhorfendum, en Stefán segist alltaf hafa heillast af verkum hans. „Beckett nær með svo einstökum hætti yfir fáránleika tilvistarinnar. Texti og kringumstæður eru á einhvern hátt svo raunverulegar og mannlegar í senn. Textinn er allur svo nákvæmur og meitlaður að maður finnur vel hvernig legið hefur verið yfir hverju einasta orði og nostrað við hvert smáatriði. Mennskan er yfirþyrmandi í verkum Becketts og allt sem hann var að takast á við á sínum tíma á ekki síður við í dag. Líkast til vegna þess að okkur mönnunum virðist fyrirmunað að læra af reynslunni. Beckett gerir kröfur til áhorfenda. Það þarf að gefa sér tíma og hugsa og spegla sig í listinni. Heimurinn er eins og hann er af því að við hugsum of lítið og neytum of mikið – látum mata okkur hugsunarlaust. En Beckett krefst þess af þér að þú gerir meira, látir ekki undan þessu markaðsstýrða samfélagi og hugsir um mennskuna og það er hlutverk listarinnar.“
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira