Lífið

Morrisey fastur fyrir

Guðrún Ansnes skrifar
Morrissey vill að tónleikahald á Live Earth 2015 verið kjöt- og mjólkurvörulaust.
Morrissey vill að tónleikahald á Live Earth 2015 verið kjöt- og mjólkurvörulaust. Mynd/Getty
Morrissey, fyrrverandi forsprakki The Smiths, sendi frá sér opið bréf stílað á Al Gore, aðaltalsmann vitundarvakningar um loftslagsbreytingar í heiminum, og Kevin Wall, aðstandanda tónleikanna Live Earth 2015.

Birtist bréfið í tímaritinu The Rolling Stone og fór hann fram á að þeir myndu beita sér fyrir að tónleikahaldið yrði með öllu kjöt- og mjólkurvörulaust. Annað væri fásinna og hann kæmi ekki nálægt tónleikahaldinu öðruvísi.

Um er að ræða risastóran tónlistarviðburð sem stendur í heilan sólarhring þann 18. júní næstkomandi og verður hann haldinn í sex heimsálfum. Tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif loftslagsbreytinga.

Morrissey er mikill mannúðarmálamaður og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna í þeim efnum. Skemmst er að minnast þess að hann blés af tónleika í Hörpu sem áætlaðir voru í sumar, vegna þess að ekki var hægt að taka allt kjöt af matseðli hússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×