Fótbolti

Inter hafði betur í borgarslagnum | Öll úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guarin í leiknum í kvöld.
Guarin í leiknum í kvöld. vísir/getty
Inter hafði betur í nágrannaslagnum gegn AC Milan í lokaleik kvöldsins í ítalska boltanum. Með sigrinum er Inter komið í efsta sæti ítölsku deildarinnar með fullt hús stiga.

Liðin styrktu sig verulega í sumar eftir að hafa horft upp á erkifjendur sína í Juventus hirða ítalska titilinn fjögur ár í röð. Var fyrir vikið töluvert af nýjum leikmönnum í báðum liðum í kvöld.

Kólumbíski miðjumaðurinn Fredy Guarin skoraði eina mark leiksins þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Tókst gestunum ekki að jafna metin þrátt fyrir að hafa reynt sóknarsinnaðar breytingar í seinni hálfleik og lauk leiknum með 1-0 sigri Inter.

Það var einfalt mynstur á leikjunum sem hófust snemma dags á Ítalíu en fyrstu fjórir leikir dagsins fóru 2-2 en það þurfti að fresta leik Sampdoria og Bologna.  Þá tókst Lazio að leggja Udinese að velli á heimavelli.

Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahóp Verona en hann glímir þessa dagana við meiðsli.

Úrslit dagsins:

Verona 2-2 Torino

Empoli 2-2 Napoli

Palermo 2-2 Carpi

Sassulo 2-2 Atalanta

Lazio 2-0 Udinese






Fleiri fréttir

Sjá meira


×