Grétar á leið frá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2015 18:27 Grétar verður ekki leikmaður KR á næsta tímabili. vísir/stefán Grétar Sigfinnur Sigurðarson er á förum frá KR en félagið hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi varnarmannsins reynda. Grétar greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu en þar segist hann ekki vera hættur í fótbolta. Grétar, sem er á 33. aldursári, er uppalinn hjá KR en lék með Sindra, Víkingi og Val áður en hann sneri aftur í Vesturbæinn fyrir tímabilið 2008. Síðan þá hefur hann leikið 157 deildarleiki með KR og skorað 16 mörk en hann er einn af leikjahæstu leikmönnum Vesturbæjarliðsins í efstu deild. Grétar varð tvívegis Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Grétar lék 11 leiki með KR í sumar en liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar.Færslu Grétars má lesa hér að neðan: Kæru vinir, Nú er komið að ákveðnum tímamótum á mínum fótboltaferli. KR hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæðið í samningum okkar. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem svona hlutir gerast hjá KR og mér, á ýmsu hefur gengið í gegnum tíðina. Ég er uppalinn KR-ingur og stór hluti af lífi mínu hefur snúist um félagið. Margar af bestu stundum lífs míns hef ég átt í KR. Árið 1999 var ég tekinn upp í meistarflokk KR. Þá fékk ég að njóta þeirra forréttinda að æfa og spila með öllum kempunum sem voru í liðinu á þeim tíma og hef ég unnið með frábærum þjálfurum eins og Willum Þór Þórssyni, Rúnari Kristinssyni og samstarfsmönnum þeirra og stjórnum knattspyrnudeildarinnar. Allir bikarmeistaratiltarnir voru magnaðir enda er alveg einstök tilfinning að vinna skemmtilegasta fótboltaleik á hverju ári. Íslands- og bikarmeistara titilarnir 2011 voru auðvitað magnaðir og leikmannahópurinn sem félagið hefur haft á að skipa frá 2008-2015 er í einu orði frábær. Fyrir mig persónulega stendur Íslandsmeistaratitillinn 2013 samt upp úr öllum ferlinum. Ég vona að ég hafi sett ákveðið fordæmi fyrir tímabilið 2013 með því að berjast fyrir sæti í liðnu þegar ákveðið hafði verið að setja mig til hliðar. Ég var ekkert að velta mér upp úr einhverju óréttlæti eða ósanngirni, horfa þess í stað inn á við. Skoða skjálfan mig og gerðir mínar og í kjölfar þess, leggja meira á mig og sanna mig á nýjan leik. Vissulega tók það sinn tíma en að lokum vildu þjálfararnir nýta mína krafta og tímabliði 2013 endaði sem eitt af mínum bestu tímabilum á ferlinum. Fyrir síðasta tímabil voru svipaðar aðstæður í gangi en á endanum náðum við saman, ég og stjórnendur KR og ég byrjaði af miklum krafti. Að vísu lenti ég í erfiðum meiðslum um áramótin og var að mestu frá fram í mars. Þá tók sinn tíma að koma sér í form. Engu að síður var nýlokin fótboltavertíð á margan hátt dálítíð skrítin fyrir mig persónuleg, en einnig mjög lærdómsrík. Í öllu því mótlæti sem ég hef lent í á ferlinum hingað til þá hef ég lært eitt og það er að hafa alltaf trú á sjálfum mér. Ég eyði ekki tíma mínum í að benda á aðra og kenna öðrum um. Allt byrjar og endar hjá manni sjálfum. Ég er bara þannig gerður að gefast aldrei upp. Ég legg einfaldlega meira á mig til að sanna fyrir þeim sem ekki hafa trú á mér hversu rangt þeir höfðu fyrir sér. Síst af öllu er ég hættur í fótbolta og ég mun áfram gera það sem ég geri best, og það er að leggja enn meira á mig og standa enn á ný uppi sem sigurvegari. Þessi pistill er að miklu leiti skrifaður sem hvatning fyrir sjálfan mig en einnig útskýring fyrir fjölskyldu og vinum. Við sjáum svo til hvað gerist næst. Með baráttukveðjum, Grétar Sigfinnur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira
Grétar Sigfinnur Sigurðarson er á förum frá KR en félagið hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi varnarmannsins reynda. Grétar greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu en þar segist hann ekki vera hættur í fótbolta. Grétar, sem er á 33. aldursári, er uppalinn hjá KR en lék með Sindra, Víkingi og Val áður en hann sneri aftur í Vesturbæinn fyrir tímabilið 2008. Síðan þá hefur hann leikið 157 deildarleiki með KR og skorað 16 mörk en hann er einn af leikjahæstu leikmönnum Vesturbæjarliðsins í efstu deild. Grétar varð tvívegis Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Grétar lék 11 leiki með KR í sumar en liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar.Færslu Grétars má lesa hér að neðan: Kæru vinir, Nú er komið að ákveðnum tímamótum á mínum fótboltaferli. KR hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæðið í samningum okkar. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem svona hlutir gerast hjá KR og mér, á ýmsu hefur gengið í gegnum tíðina. Ég er uppalinn KR-ingur og stór hluti af lífi mínu hefur snúist um félagið. Margar af bestu stundum lífs míns hef ég átt í KR. Árið 1999 var ég tekinn upp í meistarflokk KR. Þá fékk ég að njóta þeirra forréttinda að æfa og spila með öllum kempunum sem voru í liðinu á þeim tíma og hef ég unnið með frábærum þjálfurum eins og Willum Þór Þórssyni, Rúnari Kristinssyni og samstarfsmönnum þeirra og stjórnum knattspyrnudeildarinnar. Allir bikarmeistaratiltarnir voru magnaðir enda er alveg einstök tilfinning að vinna skemmtilegasta fótboltaleik á hverju ári. Íslands- og bikarmeistara titilarnir 2011 voru auðvitað magnaðir og leikmannahópurinn sem félagið hefur haft á að skipa frá 2008-2015 er í einu orði frábær. Fyrir mig persónulega stendur Íslandsmeistaratitillinn 2013 samt upp úr öllum ferlinum. Ég vona að ég hafi sett ákveðið fordæmi fyrir tímabilið 2013 með því að berjast fyrir sæti í liðnu þegar ákveðið hafði verið að setja mig til hliðar. Ég var ekkert að velta mér upp úr einhverju óréttlæti eða ósanngirni, horfa þess í stað inn á við. Skoða skjálfan mig og gerðir mínar og í kjölfar þess, leggja meira á mig og sanna mig á nýjan leik. Vissulega tók það sinn tíma en að lokum vildu þjálfararnir nýta mína krafta og tímabliði 2013 endaði sem eitt af mínum bestu tímabilum á ferlinum. Fyrir síðasta tímabil voru svipaðar aðstæður í gangi en á endanum náðum við saman, ég og stjórnendur KR og ég byrjaði af miklum krafti. Að vísu lenti ég í erfiðum meiðslum um áramótin og var að mestu frá fram í mars. Þá tók sinn tíma að koma sér í form. Engu að síður var nýlokin fótboltavertíð á margan hátt dálítíð skrítin fyrir mig persónuleg, en einnig mjög lærdómsrík. Í öllu því mótlæti sem ég hef lent í á ferlinum hingað til þá hef ég lært eitt og það er að hafa alltaf trú á sjálfum mér. Ég eyði ekki tíma mínum í að benda á aðra og kenna öðrum um. Allt byrjar og endar hjá manni sjálfum. Ég er bara þannig gerður að gefast aldrei upp. Ég legg einfaldlega meira á mig til að sanna fyrir þeim sem ekki hafa trú á mér hversu rangt þeir höfðu fyrir sér. Síst af öllu er ég hættur í fótbolta og ég mun áfram gera það sem ég geri best, og það er að leggja enn meira á mig og standa enn á ný uppi sem sigurvegari. Þessi pistill er að miklu leiti skrifaður sem hvatning fyrir sjálfan mig en einnig útskýring fyrir fjölskyldu og vinum. Við sjáum svo til hvað gerist næst. Með baráttukveðjum, Grétar Sigfinnur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira